Skelfilegt umferðarslys á Suðurlandsvegi

Það er sorglegt að heyra fréttir af líðan unga parsins og barnsins þeirra eftir hið skelfilega umferðarslys á Suðurlandsvegi í gær - mann setur alveg hljóðan. Enn eitt skelfilega bílslysið, sem vekur okkur öll vonandi til umhugsunar um stöðu mála. 55 hafa nú látið lífið í umferðinni á Suðurlandsvegi frá árinu 1972 og yfir 1200 hafa slasast þar frá árinu 1990. Öllum er ljóst að tvöfalda verður þessa miklu hraðbraut.

Það er svo sannarlega mikilvægt að bæta úr samgöngum á þessari miklu hraðbraut. Þessi slys öll segja sína sögu vel.

mbl.is Alvarlega slösuð á gjörgæsludeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert V. Harðarson

Reyndar var þetta slys fyrir austan Selfoss, enn það breytir því ekki að 2+2 vegur er löngu tímabær jafnvel austar enn Selfoss.

Ellert V. Harðarson, 1.6.2007 kl. 09:22

2 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Sat fund í heimbæ mínum nú rétt fyrir kosningar á hótel Selfossi. Þar voru heimastjórnarmenn ásamt þingmanni okkar og ráðherra Árna Matt. og Þór Sigfússyni forstjóra Sjóvá. Þar voru kynntar áætlanir ríkisstjórnarinnar um 2+2 veg í einkaframkvæmd. Samkvæmt því sem þar kom fram á að klára veginn á næstu 4 árum og reyna ljúka honum 2009-2010. Vegagerðin á að útbúa þríþætt útboð og einkaframkvæmdin nær til hönnun (tillögur), lagning og fjármögnun. Þarna voru tímaætlanir sem Þór kynnti og hann treysti sér til að ljúka við veginn til Selfossar í lok árs 2009, gefið að málið yrði unnið hratt að hálfu ríkisins (vegagerðarinnar). Ég fór fullur bjartsýni af þessum fundi og trúi því og treysti að Árni beiti sér að fullu í málinu, ekki skemmir fyrir að Björgvin sé komin í ráðherraliðið. Vitum alveg hvar hann stendur í þessu máli.

Þetta er hræðilegt slys og við vitum öll að með betri vegi er hægt að fækka og eyða út svona slysum.

Davíð Þór Kristjánsson, 1.6.2007 kl. 11:12

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég segi sama og  Davíð, ég er full af bjartsýni. Hef setið fund með Þór og hef tröllatrú á þeim manni.  Mér brá illilega í gær þegar ég heyrði af slysinu, ég get víst ekki annað en beðið fyrir blessaða unga fólkinu.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2007 kl. 13:22

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin.

Vonandi mun tími framkvæmda þarna hefjast sem fyrst. Hef tröllatrú á því.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.6.2007 kl. 15:45

5 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Umferðarslys verða vegna mistaka eða óaðgæslu ökumanna en ekki vegna ófullnægjandi samgöngumannvirkja.   Eða hvað eru mörg banaslys á Þorskafjarðarheiði á hverjum áratug?  Eða á Laxárdalsheiði?

Þessi vegabótasöngur, í hvert skipti sem umferðarslys verður, er raunalegt dæmi um hversu menn eru tregir til að axla ábyrgð á eigin lífi og limum.  Að taka þátt í umferðinni felur í sér gríðarlega ábyrgð.  Þeirri ábyrgð verður ekki velt yfir á Vegagerð, samgönguráðuneytið eða lögregluna.  Hún er og verður ábyrgð ökumannanna sjálfra.

Því fer fjarri að ég sé að tala gegn vegabótum.  Ég tel þær eiga rétt á sér ef hagkvæmnisútreikningar eru jákvæðir.  En menn skyldu varast þá blekkingu að halda að þær útrými banaslysum eða alvarlegum slysum.  Ef svo væri hefði banaslysum í umferðinni átt að fækka þegar bundið slitlag var lagt á helstu þjóðvegi.

Hreiðar Eiríksson, 3.6.2007 kl. 00:12

6 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Mér finnst þú ekki alveg tala í takt Hreiðar. Staðreyndir tala sínu máli og löngu búið að sýna fram á að vegasamgöngur lækka  tíðni umferðarslysa gríðarlega.

Þessi söngur á fyllilega rétt á sér þar sem tíðni alvarlega slysa á reykjanesbraut hefur hríðfallið. eigum við ekki rétt á slíku öryggi? nema að það sé hagkvæmt ?

Talandi um hagkvæmni þá hefur tryggingarfélagið Sjóvá reiknað sig í hagnað á þessari vegabót á nokkrum árum með minni greiddum iðgjöldum.

Alvarlegustu slysin eiga sér stað úr gagnkvæmri átt og umferð löngu farin að kalla á tvöföldun. Þetta er spurning um forgangsrauðum og í mínum huga er fækkun dauðaslysa forgangu númer 1.

Vissulega berum við öll ábyrgð á okkur sjálfum en slysum fækkar ekki við að fela sig á bakvið það. Sú staðreynd lifir að mannkyningu verður ávallt á mistök og umferðarslys eru of tíð á þessum vegi.

Davíð Þór Kristjánsson, 4.6.2007 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband