Bush mest fagnað í Evrópu í gömlu kommúnistaríki

George W. Bush Það er óneitanlega kaldhæðnislegt að George W. Bush hlaut hlýjustu móttökurnar í átta daga Evrópuför sinni í síðustu viku í hinu gamalgróna kommúnistaveldi Albaníu. Bush var fyrsti bandaríski forsetinn sem fór þangað í opinbera heimsókn og var fagnað eins og þjóðhetju við komuna þangað.

Var engu líkara en að Bush forseti væri staddur í Texas eða einhverju öðru helsta lykilvígi sínu í suðurríkjum Bandaríkjanna. Á sama tíma var honum tekið kuldalega í t.d. Þýskalandi og Ítalíu, sérstaklega reyndar í hinu síðarnefnda þar sem augljóst var af viðbrögðum almennings í Róm að þar væri hann enginn aufúsugestur eða velkominn á þeim slóðum.

George W. Bush hefur verið mjög umdeildur forseti á valdaferli sínum, sérstaklega í Evrópu. Það er mjög lítill áberandi stuðningur við hann og pólitíska stefnu hans í þessari heimsálfu. Hinsvegar er merkilegt að sjá að hann fær höfðinglegar móttökur í Albaníu af öllum löndum. Minnti móttökurnar helst á framboðsfund í lykilríki hans heima fyrir.

Fannst ansi fyndið að lesa þessa frétt af úramálinu mikla í Fushe Kruja. Það er erfitt að sjá hvað hefur gerst á þessari örskotsstund sem myndbrotið sýnir. Aðra stundina hefur hann úrið, hina stundina er það horfið. Þeir sem næst standa forsetanum fullyrða að lífverðir hafi tekið úrið.

Það er hinsvegar ekki ósennilegt miðað við móttökurnar sem hann fékk í Albaníu að einhver hafi viljað hnupla því. Bush var enda tekið með sama hætti og týnda syninum að snúa aftur á fornar slóðir, merkilegt nokk það.

mbl.is Armbandsúri George Bush stolið í Albaníu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband