Falleg sýn af Íslandi utan úr geimnum

Ísland í allri sinni dýrð Öll vitum við hvað Ísland er fallegt. Það jafnast ekkert við að fara um landið á fögru sumri, svona sumri eins og þetta stefnir í að verða. Það er þó alltaf fallegt að skoða gervitunglamyndir af landinu að sumri, þar sem vel sést yfir. Myndin sem tekin var í dag og hér er kynnt er einstaklega falleg.

Man annars alltaf vel eftir því hér í denn tid þegar að veðurfréttamenn hjá Sjónvarpinu sýndu svarthvítar gervitunglamyndir. Þetta var á þeim tímum þegar að veðurkortin voru sýnd á hreyfiskjá, sem var ekkert annað en standur þar sem kortin voru límd á og var svo snúið. Þetta voru myndir sem voru nær svartar í gegn og mótaði fyrir útlínum.

Þetta er skemmtilegt í minningunni, rétt eins og gamla formið á veðurfréttunum. Þetta var á þeim tíma þegar að veðurfréttirnar snerust aðeins um veðrið og löngu áður en veðurfréttirnar urðu jafn mikið show og nú er. Ætli að Siggi stormur og Trausti Jónsson séu ekki bestu andstæðurnar í bransa þess sem var í den tid og þess sem gerist nú í showinu.

Annars var þetta yndislegur dagur. Sól og blíða hér á Akureyri. Þetta var einmitt dagur til að fá sér Brynjuís - sem er annars langbesti ís sem hægt er að fá sér, sérstaklega á svona funheitum og björtum unaðsdegi.

mbl.is Ísland séð utan úr geimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Hefði verið til í Bryjuísinn, sem kemst næst því að vera eins og bíóísinn á Sigló  .

Þetta er meiriháttar mynd af landinu. En varðandi veðurfræðingana þá er ég svo gömul að mun að þegar Trausti byrjaði færðist loksins líf í verðurfréttirnar og því held ég að hann Trausti sé í raun fyrsti Siggi stormurinn. Hann var svona álíka óútreiknanlegur og Rósa Ingólfs fréttaþula sem átti það til að vera að prjóna.

Herdís Sigurjónsdóttir, 13.6.2007 kl. 09:40

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Herdís.

Já, hann er alveg magnaður. :)

Já, mér skilst að Trausti hafi byrjað rosalega öflugt en hann er orðinn ansi þurrpumpulegur með árunum. Man ekki eftir honum últra hressum eins og var um 1980 en man eftir honum eins og verið hefur síðustu tólf til fimmtán árin og hann er mjög tónaður niður. Skilst að einhverjum hafi mislíkað hversu hress hann var og hann tónað sig niður. Annars líkar mér vel við Sigga storm, en það var gaman af þessum gömlu görpum, t.d. Borgþóri, Þóri og Markúsi. Persónulega hefur mér alltaf fundist Páll Bergþórsson hafa borið af í veðrinu, í seinni tíð var Þór Jakobsson með þeim betri.

Man eftir Rósu, hún var svo sannarlega flott. Þorði að vera öðruvísi. Elly Ármanns ætti að leika eftir það sem hún gerði og lífga upp á þetta.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.6.2007 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband