Leitin að Madeleine McCann heldur áfram

Madeleine McCann og foreldrar hennar Ekki minnkar dulúðin yfir máli Madeleine McCann eftir 43 daga leit. Enn er sama óvissan og sömu spurningamerkin sem vofir yfir. Leitin í Portúgal skilaði engum árangri. Það er reyndar með ólíkindum að fyrst væri fjallað um leitarstaðinn í blöðum en þeim upplýsingum en ekki fyrst komið til lögreglu. Það er eðlilegt að McCann-hjónin gagnrýni það.

Þetta hlýtur að vera hrein skelfing fyrir foreldrana. Samviskubit þeirra yfir stöðunni hlýtur að vera gríðarlega mikið og varla minnkar það með degi hverjum. Þetta er að mörgu leyti athyglisvert mál. Það er mikilvægt að á það fáist einhver endir. Það verður skelfilegt fari það svo að Madeleine finnist aldrei og aldrei verði ljóst hvað gerðist fyrir 43 dögum.

Fjölmiðlar fjalla enn um málið með sama hætti og var fyrstu vikuna. Auðvitað vilja þeir fylgja eftir því sem gerðist og reyna að fá svör. Það vilja allir sem fylgjast með. Eftir því sem hver dagur líður aukast þó líkurnar á því að Madeleine sé látin. Vonin minnkar sífellt. Það er hin napra staðreynd allra mála af þessu tagi, líka þessu auðvitað.

mbl.is Portúgalska lögreglan lokar af svæði þar sem Madeleine er leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Helgadóttir

Mjög sorglegt mál og hörð áminning um hvað manneskjan getur verið grimm.   Það er vonandi að allir foreldrar læri af reynslu McCann hjónana.

Bryndís Helgadóttir, 15.6.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband