Margrét María skipuð umboðsmaður barna

Margrét María Sigurðardóttir Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hefur skipað Margréti Maríu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, í embætti umboðsmanns barna í stað Ingibjargar Rafnar, lögfræðings. Mér líst mjög vel á þessa ákvörðun Geirs að velja Margréti Maríu til starfans. Það sótti mikill fjöldi hæfra umsækjenda um stöðuna og erfitt úr að velja. Margrét María hefur staðið sig vel hjá Jafnréttisstofu hér á Akureyri síðustu árin og er mjög vel að þessu komin.

Margrét María er mikil kjarnakona. Ég kynntist henni í flokksstarfinu hér í Norðausturkjördæmi, en þar var hún ein flokksmanna og mjög dugleg. Sérstaklega man ég eftir henni úr kosningabaráttunni 2003, en þá var hún sérstaklega duglegur liðsmaður á Húsavík, þar sem hún bjó þá. Margrét María hefur alla tíð verið mjög dugleg og nýtur verka sinna í þessu vali tel ég.

Ég óska henni til hamingju með nýja starfið.

mbl.is Margrét María Sigurðardóttir ráðin umboðsmaður barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Væri ekki þjóðráð Stefán að leggja nú niður Jafnréttisstofuna, svo mætti huga að Neytendastofu, Lýðheilsustöð og ýmsum öðrum stofum og stöðvum sem hafa verið settar upp á síðari árum og hafa lítið gildi fyrir samfélagið. Þeir sem éta úr þessum jötum telja að vísu störfin mikilvæg, þótt þau séu það nú ekki. Maður skilur bara ekki hvernig þjóðfélagið komst af hér áðurfyrr, þegar ekkert af þessum fíneríisstofum var til.

Gústaf Níelsson, 18.6.2007 kl. 23:17

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það væri vissulega þjóðráð að hugsa þessa hluti upp á nýtt og hugleiða almennilega hlutverk þessara stofnana. Hinsvegar efast ég stórlega um að Jafnréttisstofa verði lögð niður á vakt Jóhönnu Sigurðardóttur í félagsmálaráðuneytinu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.6.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband