Fer Valgerður Bjarnadóttir aftur til Jafnréttisstofu?

Valgerður H. BjarnadóttirVið skipun Margrétar Maríu Sigurðardóttur í embætti umboðsmanns barna vakna óneitanlega spurningar um það hver taki við Jafnréttisstofu hér á Akureyri. Það er ekki óeðlilegt að litið sé þar til Valgerðar H. Bjarnadóttur, sem var forveri Margrétar Maríu á þeim stól. Það eru orðin fjögur ár síðan að Valgerði var ýtt til hliðar úr starfinu með mjög ómaklegum hætti af Árna Magnússyni, fyrrum félagsmálaráðherra, áður en lyktir mála í frægu jafnréttismáli urðu fyllilega ljós.

Valgerður sagði af sér sem formaður LA og varð að hætta hjá Jafnréttisstofu að skipan ráðherra eftir dóm í héraðsdómi Norðurlands eystra en áður en dómur féll í Hæstarétti. Þar vann hún málið í janúar 2004. Í desember 2005 vann Valgerður bótamál á hendur ríkinu vegna ákvarðana ráðherra. Ríkið var þá dæmt til þess að greiða henni sex milljónir króna í bætur vegna starfslokanna. Það var eftirminnilegur sigur hennar.

Persónulega taldi ég illa farið með hana í þessu máli. Það verður vel fylgst með því nú hver taki við Jafnréttisstofu. Það verður fróðlegt að sjá hver fær hnossið en nafn Valgerðar hlýtur að vera ofarlega á blaði í þeim pælingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þá er ég komin aftur á Selfoss. Það var sko gott fyrir norðan. Já, var ekki Valgerður góður starfsmaður, vonandi kemur hún til álita.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.6.2007 kl. 17:17

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Ásdís mín

Leitt að ná ekki að hittast. Gott að ferðin gekk vel hingað norður og dvölin var ánægjuleg.

Já, ég vona að Valgerður komi til greina. Þó að við höfum oft verið ósammála ber ég mikla virðingu fyrir henni og tel hana hæfasta til verksins. Alveg hiklaust.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.6.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband