Skiljanleg gagnrýni Sturlu á kvótakerfið

Sturla BöðvarssonGagnrýni Sturlu Böðvarssonar, forseta Alþingis, á kvótakerfið í hátíðarræðu á Ísafirði hefur vakið mikla athygli. Segja má að hún hafi yfirskyggt þjóðhátíðarræðu forsætisráðherrans á Austurvelli í gær. Það er ekki óeðlilegt. Sjávarútvegsmál skipta byggðir landsins miklu máli og það vekur alltaf athygli þegar að talað er hreint út um málin. Skoðun Sturlu á kvótakerfinu vekja vissulega mikla athygli, enda fer þar einn af leiðtogum Sjálfstæðisflokksins á landsbyggðinni.

Mér finnst gagnrýni Sturlu á stöðu mála skiljanleg. Staðan á Vestfjörðum talar sínu máli, og reyndar víða um landið. Það er eðlilegt að velta stöðu mála fyrir sér og setja skoðanir sínar afgerandi fram. Það þarf varla að koma að óvörum að leiðtogi flokksins í kjördæmi sem hefur orðið fyrir hverju áfallinu á eftir öðru efist um stöðu kerfisins og komi fram með afgerandi ummæli í þeim efnum. Kvótakerfið fær mjög afgerandi einkunn hjá Sturlu og er gagnrýni hans mikil tímamót og markar viss þáttaskil, enda hefur umfjöllun um ræðuna sýnt það vel.

Ég hef tekið eftir því að sumir sem fjalla um ræðuna telja ástæður gagnrýni hans að finna í því að hann varð ekki ráðherra en þess í stað forseti Alþingis. Það tel ég ekki vera, mér finnst þetta eðlilegt mat og hugleiðingar stjórnmálamanns á þessu svæði. Svipað talar Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Það væri reyndar fróðlegt að heyra skoðun Einars Kristins Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra, á þessari ræðu, en Einar Kristinn er nú eini ráðherra Norðvesturkjördæmis. Það verður hans að tilkynna á næstu dögum um fiskveiðikvóta næsta árs eftir svarta skýrslu frá Hafró.

Persónulega hef ég frekar verið fylgjandi kvótakerfinu en andvígur. Hinsvegar eru afgerandi agnúar á því kerfi. Þeir hafa verið að koma fram mjög vel að undanförnu. Það verður að stokka þetta kerfi upp að mínu mati. Að vissu leyti tek ég því undir gagnrýni Sturlu og hugleiðingar hans.


mbl.is Sturla: Kvótakerfið hefur mistekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er jákvætt að æ fleiri sjálfstæðismenn virðast vera að viðurkenna að kvótakerfið er alls ekki að ganga upp.  Það er búið að vera að reyna að þagga niður óþægilegar staðreyndir um það tjón sem kvótakerfið hefur valdið þjóðinni. 

Þögn Samfylkingarinnar um kvótakerfið er skerandi en það virðist vera að áhrifamenn í þeim flokki hafi misst málið þegar talið berst að sjávarútvegi.  Þessi þögn brast á þegar Ingibjörg Sólrún var sérstakur heiðursgestur á þingi LíÚ.

Sigurjón Þórðarson, 18.6.2007 kl. 19:26

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Minn kæri.  Það er nú svo, að menn eru taldir skynsamir ef -og aðeins ef, að þeir læra af reysnlunni.

Svo ætti að vera með ráðamenn okkar.

 Nú liggur morgunljóst fyrir, að helstu markmið þess kerfis, sem ranglega er nefnt Kvótakerfi (Hlutdeildarkerfi væri réttnefni, þar sem menn hafa ákveðinn hundraðshluta alls afla af miðum þjóðarinnar undir höndum, til nánast frjálsrar ráðstöfunar) hefur gersamlega mistekist og hefur raunar aldrei verið nálægt þeim viðmiðum, sem sett voru við innleiðingu þess.

Ef ráðmenn geta talist horskir, ég tala nú ekki um, greindir, væru þeir löngu búnir að henda þessu plaggi, sem hverju öðru ónýtanlegum löfrum og komið sér upp eeinhverju, sem dugað gæti til eflingar og aukins viðgangs nytjastofna og byggð í kringum landið, eins og það hét í hinu orðfagra plaggi um tilgang lagana, þá þau voru sett fyrir margt löngu.

Miðin eru stórskemmd, vistkerfi nytjastofna brjáluð af stórvirkum ,,vinnuvélum" (trollum) og hlutfall landað afla og drepinna fiska hvurgi lélegra á byggðu bóli. 

Þetta fullyrði ég, þar sem flottrollin drepa stærsta hluta þess fiskjar, sem fara í gegnum það veiðarfæri, vegna hreisturskemmda.  (þetta á við um síld, loðnu, þorsk og löngu, bæði blá og venjulega.)

Semsagt, væri ekki Gullglýjan, sem byrgði mönnum sýn og ágirndar flygsufjúkið, sem fennt hefur mjög á sálaglugga stórútgerðarinnar, væði kerfið löngu löngu farið til föðurhúsana - nefilega Fjandans til, því seint vil ég halda því til streytu, að allir ráðamenn okkar séu undirmálsfólk og heimskingjar.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 19.6.2007 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband