Raggi Bjarna heiðraður án stuðnings Samfylkingar

Raggi Bjarna Það var mjög við hæfi að Reykjavíkurborg heiðraði söngvarann Ragnar Bjarnason með því að gera hann að borgarlistamanni. Það er hinsvegar með ólíkindum að heyra af því að Samfylkingin hafi setið hjá við afgreiðslu tillögunnar og er þeim svo sannarlega ekki til sóma að mínu mati. Ragnar Bjarnason hefur verið einn af fremstu söngvurum sinnar kynslóðar og markað merkileg skref í íslenska tónlistarsögu.

Raggi Bjarna hefur fyrst og fremst verið sannur Reykvíkingur og það var kominn tími til að borgin heiðraði þennan merka listamann sinn. Valið á Ragga Bjarna kom skemmtilega á óvart. Þó að hann hafi sungið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar á löngum ferli og skemmt sérstaklega Reykvíkingum með söng sínum í borginni kom þetta val skemmtilega á óvart. List er ekki bara að mála myndir eða höggva skúlptúra, það er líka list að syngja og skapa fallegar minningar í tónlist. Það hefur þessi borgarlistamaður svo sannarlega gert.

Mér finnst ekki mikil reisn yfir þessari hjásetu Samfylkingarinnar. Það má vel vera að Samfylkingin sé kannski eitthvað ósátt við einhver vinnubrögð. Þau hefðu þá hinsvegar átt að styðja tilnefninguna en senda jafnvel út yfirlýsingu eða bóka óánægju með vinnuferlið samhliða því. Það er mjög kostulegt að heyra að Ragnar Bjarnason hafi ekki orðið borgarlistamaður með fullum stuðningi, rétt eins og hann hefur svo sannarlega unnið fyrir.

Þetta er mjög undarleg afstaða allavega hjá Samfylkingunni og er hjáseta þeirra frekar stingandi í þessu máli, sérstaklega þegar á í hlut listamaður af því tagi sem Ragnar er og hefur alla tíð verið. Það er til skammar að hann hafi ekki notið fulls stuðnings til að hljóta þennan verðskuldaða heiður að mínu mati.

mbl.is Samfylking sat hjá við útnefningu borgarlistamanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband