Brúðkaupsafmæli fagnað í Finnlandi

Geir H. Haarde og Inga Jóna Þórðardóttir Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona hans, fagna í dag tveggja áratuga brúðkaupsafmæli. Þau giftu sig á kvenréttindadaginn árið 1987. Það er þó ekki beint svo að þau geti tvö ein notið dagsins í einrúmi og slappað af fjarri embættisskyldum sem fylgir embætti forsætisráðherra.

Geir situr nú sumarfund forsætisráðherra Norðurlandanna í Punkaharju í Finnlandi og það fer því væntanlega lítið fyrir rómantísku andrúmslofti sem fylgir brúðkaupsafmæli á þeim fundasetum.

Ég vil óska forsætisráðherrahjónunum til hamingju með daginn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband