Siðanefnd úrskurðar gegn umfjöllun Kastljóss

Helgi og Jónína Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur úrskurðað að umfjöllun Kastljóss um íslenskan ríkisborgararétt tengdadóttur Jónínu Bjartmarz, fyrrum umhverfisráðherra, hafi brotið siðareglur félagsins. Úrskurðurinn er að mínu mati stórundarlegur og vekur mikla athygli, ekki síður en málið allt sem var í kastljósi fjölmiðla dagana fyrir alþingiskosningarnar í vor.

Ég hef aldrei farið leynt með þá skoðun mína að fjalla hafi átt um þetta mál með áberandi hætti. Þá skoðun tjáði ég margoft þegar á málinu stóð rétt fyrir alþingiskosningar og endurtek hana hérmeð. Þetta var svo sannarlega frétt sem vakti athygli, rétt eins og umræðan í kjölfarið sýndi vel. Kastljós fékk upplýsingar sem sýndi athyglisvert vinnuferli málsins og ákveðið var að birta það. Það má vel vera að deilt sé um hvernig verkið var unnið, en fréttin var stór engu að síður.

Ég fer ekkert leynt með það að ég er náskyldur þeim sem hélt á umfjölluninni. Engu að síður finnst mér eðlilegt að tjá mig um málið, enda tel ég að þessi umfjöllun hafi verið rétt og sett fram í ljósi þess þykir mér eðlilegt að umfjöllunin var sett í loftið. Það er greinilegt að á bakvið umfjöllunina var ekki aðeins Helgi Seljan heldur ritstjóri þáttarins og dagskrárstjóri Sjónvarpsins, Þórhallur Gunnarsson. Eflaust hefur Páll Magnússon, útvarpsstjóri, ekki síður fylgst vel með málum. Það er því órafjarri að þetta sé eitthvað persónulegt mál Helga.

Það má deila vissulega um ýmislegt í þessu máli öllu. Hinsvegar finnst mér eðlilegt að þættir af því tagi sem Kastljós er þori að koma fram með afgerandi mál og skapa umræðu um þau. Það má vel vera að það komi við stjórnmálamenn og sé ekki þeim að skapi. Hinsvegar hef ég aldrei litið á fjölmiðla sem halelúja-miðstöð umfjöllunar í stjórnmálum. Ég get ekki betur séð en að allt þetta mál hafi vakið stórar spurningar og málið allt var það stórt að það varð að koma í umræðuna.

Það er eðlilegt að fyrrum ráðherra og alþingismaður vilji verja heiður sinn, telji hún að ráðist hafi verið að honum. Hinsvegar skil ég ekki að Kastljós hafi átt að biðjast afsökunar á umfjölluninni, sem er byggð á máli sem hefur vakið mikla athygli. Vissulega er þetta vont mál að bera fyrir ráðherrann inn á lokasprett kosningabaráttu og þetta mál var af mörgum séð í því ljósi merkilegt nokk.

Er á hólminn kemur verða fjölmiðlar að þora. Mér finnst þessi umfjöllun mjög léttvæg miðað við margt sem sést hefur á prenti í gegnum tíðina og finnst því þessi tíðindi boða nýja stefnu jafnvel þegar að kemur að því taka alvarleg mál fyrir til umfjöllunar.

mbl.is Siðareglur brotnar í umfjöllun um tengdadóttur Jónínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Helgadóttir

Auðvitað var rétt að fjalla um þetta, en það var gert á vitlausan hátt og svo má líka spyrja, af hverju var ekki fjallað um þetta strax, en ekki beðið með það þangað til korter fyrir kosningar...

Bryndís Helgadóttir, 19.6.2007 kl. 17:19

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Bryndís: Tímasetningin er aukaatriði. Það er ekki hægt að skipta um verklag þó stutt sé í kosningar. Mér finnst tímasetningin ekki koma málinu við. Eftir stóð mál með mörgum spurningum. Ráðherrann treysti sér ekki til að svara spurningum hreint út í viðtalinu.

Skúli: Þetta er fjarri því eitthvað einkamál Helga eða mál runnið af hans rótum. Hann var að vinna sína vinnu. Þórhallur Gunnarsson er ritstjóri Kastljóss. Hann stýrði málum. Ég get ekki betur séð en að Kastljósið hafi verið að fjalla um mál sem færi fyrr en síðar upp á borðið. Þetta var frétt eins og öll umræðan sýndi og sannaði.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.6.2007 kl. 17:41

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég verð að taka undir það að mér fannst eðlilegt að fjalla um þetta mál, en sá kannski bara brot af umfjölluninni allri svo ég hef ekki heildaryfirsýn yfir hver umfjöllunin var hjá RUV. 

Ég held að mismununin sem kom fram á afgreiðslu undanþága um ríkisborgararétt hafi gengið yfir alla réttlætisunandi menn.

Það á oft við þegar fréttamenn fjalla um mál þeirra ribbalda sem valtað hafa yfir mann og annan í gegnum tíðina að þeir gæti ekki að sér og svari í sömu mynt.  Ribbaldinn er fljótur að kæra og fá þannig stöðu fórnarlambs, og freista þess að fá samúð almennings í kjölfarið.

Ester Sveinbjarnardóttir, 19.6.2007 kl. 18:05

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Stefán, tímasetningin var ekki aukaatriði í málinu.  Hún var aðalatriðið.  Ef Helgi hefði ekki þurft að flýta sér svona með ,,skandalinn" til að ná inn fyrir kosningar, þá hefði hann kannski vandað sig betur og unnið málið rétt.  Eini skandallinn í þessu máli var meðhöndlun Kastljóss og Helga Seljans á málinu.  A.m.k. gerði Jónína Bartmarz ekkert rangt.  Það er sama hvaða steini er velt við.  Hins vegar getur vel verið að Guðjón Ólafur hefði betur sagt sig frá málinu, þar sem hann þekkti heimilisfangið, en eins og margoft kom fram þá voru Bjarni Benediktsson og Guðrún Ögmundsdóttir jafnsammála niðurstöðunni og enginn veittist að þeim.  Nei, það var bara veist að Jónínu, sem hafði gert allt til að skipta sér ekki af málinu eftir að umsóknin fór inn.

Marinó G. Njálsson, 19.6.2007 kl. 19:22

5 identicon

Sæll

Ég er sammála síðasta ræðumanni. Tímasetningin var aðalatriðið, það er nú bara svo einfalt. Helgi Seljan, og reyndar Kastljósið sem slíkt, hefur fengið áfellisdóm að hálfu siðanefndar Blaðamannafélags Íslands og eðlilegt að þau sem þar stjórna, hugsi sinn gang.

mbk.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 19:56

6 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Það er auðvitað raunalegt þegar fréttamaður þjónar stjórnmálaskoðunum sínum með því að nýta fjölmiðil sem hann vinnur hjá til ósiðlegra árása á pólitíska andstæðinga. 

Nú vill pistilhöfundur halda því fram að ritstjóri Kastljóss, eða jafnvel útvarpsstjóri, hafi att Helga Seljan til þessara ósiðlegu athafna þótt engin sjáist merki um það.  Mér virðist Helgi hafa farið með þetta mál af stað, og af óþekktum hvötum hallað réttu máli, og yfirmenn hans hafi treyst honum og bakkað hann upp.  Áfellisdómur Blaðamannafélags Íslands fellur þár með einnig á þá þótt ekkert bendi til þess að þeir hafi verið upphafsmenn að þessu máli.

Tímasetning málsins er vissulega aðalatriði.  Þarna eru örfáir dagar til kosninga.  Gerð er hörð og ósiðleg árás á tiltekinn frambjóðanda, í útbreiddasta fjölmiðli landsins, og alveg ljóst að almenningum mun ekki átta sig á raunverulegum málavöxtum fyrr en í fyrsta lagi eftir kjördag.  Þetta er í raun einhver úthugsaðasta "smjörklípa" síðustu áratuga í pólitík.

Hreiðar Eiríksson, 20.6.2007 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband