19. júní

BleiktBleikt er litur dagsins - enda er kvenréttindadagurinn, 19. júní, í dag og þá skarta allir einhverju bleiku til að styðja jafnrétti í verki. Í dag eru liðin 92 ár frá því að Kristján 10. konungur Danmerkur og Íslands, undirritaði lög sem veittu konum á Íslandi, eldri en 40 ára, rétt til að kjósa og bjóða sig fram til Alþingis. Þetta er því merkilegur dagur í sögu landsins og ekki síður merkilegur dagur í sögu jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna.

Þá öðluðust íslenskar konur mikilvægt skref til jafnréttis. Kosningarétturinn er mikilvægasta verkfæri okkar til að tjá skoðanir okkar og ekki síður táknrænn til að hafa áhrif á gang mála. Með honum getum við haft áhrif á gang mála, sent ráðamönnum skýr skilaboð og tjáð okkar innri hug til mikilvægra mála. Það að íslenskar konur hafi ekki fengið kosningaréttinn fyrr en 19. júní 1915 er vissulega umhugsunarefni.

Það er vissulega blettur á sögu landsins að konur hafi fram að því verið þögull aðili að málum og ekki getað haft áhrif með kjörrétti í mikilvægum málum. Segja má með sanni að kvennafrídagurinn, 24. október 1975, hafi haft gríðarleg áhrif á baráttu kvenna til að hljóta fullt jafnrétti. Þá, á degi Sameinuðu þjóðanna á alþjóðlegu kvennaári, tóku íslenskar konur sér frí til að sýna fram á mikilvægi starfa kvenna í þjóðfélaginu. Athafnalíf í landinu lamaðist að miklu leyti. Kraftur kvenna varð vel ljós og mikilvægi baráttu þeirra líka.

Fundurinn markaði upphaf jafnréttisbaráttu kvenna að fullu og leiddi til stofnunar Kvennalista 1982. Segja má einnig að fundurinn þá hafi leitt til þess að konur efldust til forystustarfa. Vigdís Finnbogadóttir gaf svo kost á sér til embættis forseta Íslands í ársbyrjun 1980 og náði kjöri. Eins og allir vita varð Vigdís fyrst kvenna í heiminum til að vera kjörin þjóðhöfðingi lands síns í lýðræðislegum kosningum. Hennar framlag til jafnréttisbaráttu hefur verið ómetanlegt.

Meðal allra helstu baráttumála kvenna í dag er launamunur kynjanna. Það er ólíðandi á okkar tímum að kynin fái ekki sömu laun fyrir sambærileg störf. Varla þarf að taka það fram nógu oft að mikilvægt er að taka á þessum launamuni. Ég vil í tilefni dagsins óska konum til hamingju á kvenréttindadeginum. Það er við hæfi að minnast hans.

Framlag kvenna til samfélagsins er ómetanlegt og mikilvægt eins og fyrr segir að kynin standi jafnfætis. Annað er ekki líðandi á okkar dögum en að fullkomið jafnrétti sé með kynjunum.


mbl.is Níu þingmenn Norðvesturkjördæmis fengu bleika steina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Heyr, heyr!

Burt með óréttlætið!

Kv,

Guffi 

Guðfinnur Sveinsson, 19.6.2007 kl. 14:29

2 Smámynd: Bryndís Helgadóttir

Takk fyrir góðan pistil.   Konur hér í Indlandi gætu alveg notað svona kvennadag.

Bryndís Helgadóttir, 19.6.2007 kl. 16:23

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir góð komment Guffi og Bryndís. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.6.2007 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband