Kastljósið svarar fyrir sig af miklum krafti

Helgi og JónínaÞórhallur Gunnarsson, Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem svarað er lið fyrir lið úrskurði Siðanefndar í dag. Þar er farið mjög vel yfir þetta umdeilda mál um ríkisborgarétt tengdadóttur Jónínu Bjartmarz, fyrrum umhverfisráðherra. Get ég ekki betur séð en að þar sé lið fyrir lið svarað fyrir sig með þeim hætti að úrskurðurinn er tættur algjörlega niður.

Eftir því sem ég lít betur á þennan úrskurð og niðurstöðu málsins frá siðanefnd sést sífellt betur hversu kastað var til verka þar. Fullyrðingar nefndarinnar virðast vera beinlínis rangar í veigamiklum atriðum og niðurstaða hennar er stórfurðuleg. Forsvarsmenn Kastljóss í þessu máli svara allavega hárbeitt fyrir sig og taka málið vel fyrir.

Eftir stendur að í þessu máli var ekkert hrakið með áberandi hætti. Öllum staðhæfingum var vissulega neitað, en það tengist ekki með nokkru móti þessari umfjöllun og því sem borið var á borð. Þessi tilfinningasemi siðanefndar vekur athygli, enda er úrskurður hennar meira en lítið boginn.


mbl.is Kastljós mótmælir harðlega niðurstöðum og vinnubrögðum Siðanefndar BÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf vont þegar menn eru að taka ákvarðanir þvert á hug sinn, það klúðrast, allavega finnst mér ákvörðun BÍ sérstök.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.6.2007 kl. 19:57

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, Ásdís, þetta er vondur úrskurður og illa rökstuddur. Stendur ekki steinn yfir steini.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.6.2007 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband