Er James Bond enn að fara í nýjar áttir?

Casino Royale Það kemur skemmtilega á óvart að heyra fréttir af því að Marc Forster muni leikstýra næstu James Bond-kvikmynd. Þetta er mjög óvænt val séð frá sjónarhóli okkar sem eigum allar Bond-myndirnar og fylgjumst með hverju skrefi njósnara hennar hátignar sem hefur lifað af sér styrjaldir, kalda stríðið og öll heimsins átök bæði í stjórnmálum og dægurmálum, t.d. tísku- og menningarstrauma.

James Bond öðlaðist nýtt líf fyrir ári þegar að Daniel Craig færði hann endanlega inn í 21. öldina og nýja tíma. Ekki aðeins var Craig ljóshærður heldur var hann allt annar karakter og Pierce Brosnan, sem hafði fært njósnaranum mörg ný tækifæri eftir að hann þornaði mjög áberandi upp við fall múrsins og endalok kalda stríðsins. Brosnan markaði honum nýjan grunn gegn nýjum óvinum. Craig hélt áfram sama verkefni og brilleraði í fyrstu myndinni, sem varð sannkallað augnakonfekt í takt við fyrstu Bond-myndirnar með Connery á sjöunda áratugnum.

Það var þörf á ferskum vindblæ. Nú þegar að Marc Forster er að fara að leikstýra Bond-mynd eru eflaust fleiri breytingar framundan. Mörgum Bond-áhugamönnum fannst erfitt að höndla tilkomu Craig í hlutverk njósnarans og sérstaklega þá staðreynd að hann væri ljóshærður, sá fyrsti í röðinni. Það hefði eflaust þótt helgispjöll að láta sér detta það í hug á Connery-tímanum. Craig gekk í gegnum rosalegan mótbyr og tókst á hendur erfiðasta verkefnið á ferlinum. Hann brilleraði og myndin varð sú vinsælasta í óratíma. Þar var vikið af braut gervibrellna og verksmiðjubragsins sem var að drekkja módelinu og farið í grunninn.

Það er alltaf mikil tilhlökkun sem fylgir því þegar að nýr leikari markar sín fyrstu skref í hlutverki njósnarans James Bond. Þeir leikarar sem hafa túlkað hann hafa ávallt fært hlutverkinu nýja dýpt og nýjan grundvöll. Það gerðist með tilkomu Craig, sem færði okkur mjög kærkomið fortíðarskot inn í heim James Bond. Það var sú hlið sem var að mestu horfin sem birtist okkur aftur í Casino Royale, sem var stórfengleg mynd að nær öllu leyti. Sem mikill Bond-áhugamaður er ég því alsæll með að hann sé kominn með langtímasamning og leiði karakterinn inn í næstu myndir.

Marc Forster tekst nú á hendur verkefnið að skapa næstu mynd og tryggja James Bond líf inn á næsta áratug. Það eru 45 ár frá fyrstu myndinni og vonandi mun þeim sem halda á módelinu nú auðnast að tryggja að það lifi lengur en hálfa öld. Það eru allar forsendur fyrir því ef rétt er á haldið. Forster er óvænt val í leikstjórastólinn og spennandi að sjá hvaða nýjabrum fylgir honum í þennan aldna kvikmyndabálk.

mbl.is Marc Forster mun leikstýra næstu Bond-mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður á sko Bond allan og ekki skemmir Casino safnið. Gaman verður að fylgjast með framhaldinu.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.6.2007 kl. 21:17

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Jamm, Bond klikkar aldrei Ásdís mín. :) Hver eru uppáhalds Bond-myndin þín og Bondinn?

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.6.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband