Nýtt bloggsamfélag opnar bráðlega

Það styttist í að eyjan.is, hið nýja bloggsamfélag Péturs Gunnarssonar, Andrésar Jónssonar og fleiri, líti dagsins ljós. Þegar er ljóst að Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi, og Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands, muni blogga þar og væntanlega einhverjir fleiri sem áður hafa bloggað hér. Það verður fróðlegt að sjá hverjir það verði.

Það er mikil samkeppni um góða bloggara og því ljóst að kjaftasögurnar magnast um þetta nýja bloggsamfélag. Einstaklingsblogg er í tísku í dag, vefritin og stóru vefsíðurnar eru að deyja. Spjallvefirnir eru dauðir eða verulega á fallanda fæti. Gott dæmi um þetta er málefnin.com, sem er í andaslitrunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

En hvað með Jónínu, Pétur Tyrfings og Óla Björn sem eru nýhætt að blogga hér?

María Kristjánsdóttir, 19.6.2007 kl. 22:00

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

María: Jamm, yrði ekki hissa þó að þau myndu færa sig, allavega eitthvað af þeim.

Hanna Birna: Ég er ekki að fara neitt, ég mun blogga hér áfram.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.6.2007 kl. 00:15

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Málefnin voru allgóður vetvngur umræðna, margt ágætra penna þar. 

Það gerðist eitthvað við færsluna milli hýsingafyrirtækja og menn urðu fyrir verulegum óþægindum, vegna blokkeringa og annarra leiðinda.

Kíki þangað endrum og eins inn en margir fastir pennar eru hættir þar og því lægra risið en áður.

Kannast við stíl sumra ,,nikka" hér inni en læt það svona vera.

Miðbæjaríhaldið

e.s

Leikur Skagamanna ver ekki bara ljótur, heldur voru ,,strákarnir hans Friðriks" helst til kurteisir við þá.

Spilið hjá okkur Völsurum var miklu betra en við töpuðum og það eru stigin sem telja.

Bjarni Kjartansson, 20.6.2007 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband