Háskaakstur í miðborg Reykjavíkur

Það var mjög dapurlegt að heyra fréttir af hraðakstrinum í miðborg Reykjavíkur sem lauk með því að ekið var á Hamborgarabúllu Tómasar. Þetta er auðvitað stóralvarlegt mál, það er skelfilegt að hraðakstur af þessu tagi sé inni í miðri borg. Þetta telst varla slys, heldur hreinlega manndrápsakstur að mínu mati. Það getur varla öðruvísi endað en með skelfingu þegar ekið er af þessu tagi. Þetta getur orðið að tilræði við gangandi vegfarendur, sem fyrir tilviljun geta orðið fórnarlömb þess sem fylgir hraðakstrinum, enda þarf lítið að gerast til að ökumennirnir missi stjórn á stöðunni.

Það er vonandi að ungmennin þrjú sem lentu í þessu nái fullri heilsu. Það eru samt blendnar tilfinningar sem fylgja þessu máli, það er alveg ljóst. Það er auðvitað algjört sjálfskaparvíti að stunda hraðakstur inni í miðri borg og getur farið verulega illa. Það gerðist í þessu tilfelli og það hefur gerst áður. Það voru tilfelli t.d. á síðasta ári sem voru svipuð þessu. Banaslys fylgdu í sumum tilfellum. Þetta er dapurleg þróun, enda virðist vera sama þó að klifað sé á því að hraðakstur eða hreinn kappakstur geti orðið fólki að bana að staðan virðist lítið sem ekkert breytast til hins betra.

Það þarf að stokka málin upp enn frekar. Guðbrandur Bogason, formaður Ökukennarafélags Íslands, kom reyndar með góðan punkt í kvöldfréttum þar sem hann kom með sitt mat að breyta þurfi ökunámi á Íslandi og eyða meira púðri í djúpa innrætingu. Það er margt til í því. Eitthvað þarf allavega að gera. Það blasir við. Þetta er þróun sem á ekki að sætta sig við. Til þess er hún enda í senn bæði of drungaleg og sorgleg.

mbl.is Þungt haldin eftir umferðarslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Nei þetta telst ekki slys/þetta er bara tilraun til Sjálfsmorðs og drápi á öðrum lika/á ekkert skilt við okkur venjulega ökumenn/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 22.6.2007 kl. 23:35

2 Smámynd: Fishandchips

Alveg sammála þér, enda er þetta mál mér nálægt. Sonur minn varð 17 í gær og fékk bílprófið. Þó svo þessir krakkagemlingar sýni sínar bestu hliðar í æfingarakstri og í ökutímum, hvað vitum við um hvað þau gera þegar félagarnir eru komnir upp í bílinn? Þurfum við bara ekki að vera betri foreldrar?

Held að við íslendingar séum upp til hópa agalausir og hvernig eigum við að kenna börnum okkar aga þegar við höfum í raun aldrei kynnst virkilegum aga?

Hef reynt að tala við syni mína um peer pressure... veit í rauninni ekki hvort þeir skildu mig. Reyndar er sá eldri bara góður bílstjóri, með rútupróf og alles, en var hann í kappakstri á nóttunni þegar enginn vissi til? Sá yngri virðist vera mjög athugull í umferðinni. En hvað gera þessir krakkar þegar enginn er til að passa upp á þá? Þau eru svo ódauðleg. Ég held að bæði foreldrar og yfirvald verðum að taka höndum saman. Ekkert okkar vill sjá á eftir barninu okkar í gröfina, síst af öllu fyrir fíflagang.

Þannig tökum öll höndum saman og tölum við börnin okkar og gefum þeim smá tíma á hverjum degi. Sorry þetta var í rauninni bara blogg. Bara hrædd um litla barnið mitt

Fishandchips, 22.6.2007 kl. 23:50

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek alveg undir með Fishandchips, þetta er allt á okkar hendi uppalendanna. Man altaf þegar eldri sonur minn hringdi og bað um hjálp var ég málum sem hann var ekki sáttur við, "mamma viltu hjálpa mér, ég var ekki alin upp til að vera svona" og ég var til staðar og hlutirnir gengu upp. Rosalega var ég glöð. Leið eins og ég hefði  unnið í LOTTÓ

Ásdís Sigurðardóttir, 22.6.2007 kl. 23:56

4 Smámynd: Steinríkurkrati

Hefur þetta ekki því miður alltaf verið svona. Er ástandið eitthvað betra en þegar við vorum ung. Þarna eru fyrstu kynslóðirnar sem eru aldar upp á göfugum geymslustofnunum undir handleiðslu sérfræðinga að komast á bílprófsaldurinn. Kynslóðirnar sem við nenntum ekki að ala upp. Vantar ekki meir á það að við kennum þessum krökkum á lífið og tilveruna

Steinríkurkrati, 23.6.2007 kl. 00:20

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þetta er skelfilegt mál, sárara en tárum taki.  Hér er stundar glannagangur búinn að eyðileggja heilsu 3ja manna.  Það er ekki nokkur vafi að ökumaðurinn hefur stórkostlega vanmetið sína eigin getu, hef ekki trú á því að hann hafi hugsað dæmið til enda.

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.6.2007 kl. 01:11

6 Smámynd: halkatla

það er svo sorglegt að þetta fólk ber hvorki virðingu fyrir sjálfu sér né öðru lífi, þau meta bara ekki lífið! Hvað ætli svona hraðafíklar séu búnir að plamma niður mörg gæludýr sem eigendurnir sjá síðan ekki framar??? Mér finnst þetta ógeð og reyni að hugsa sem minnst um þetta. 

halkatla, 23.6.2007 kl. 13:12

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þau eru alltaf í einhverjum tölvuleikjum og kanski er oft erfitt að skilja að raunvöruleikann og tölvuleikina.
Styð það sem sýrslumaðurinn á selfossi var að tala um í vikunni varðandi hraðakstur - þ.e taka einfaldlega bílinn af viðkomandi ef um brjálæðisakstur er að ræða

Óðinn Þórisson, 23.6.2007 kl. 13:35

8 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Hækka bílprófsaldurinn. Ekki spurning. Þá fækkar svona atvikum og þá er hálfur sigur unninn. Markmiðið er að útrýma svona. Vissulega munu einstaklingar, nýkomnir með bílpróf, alltaf stunda svona akstur sama á hvaða aldri þeir eru (ef þeir hafa tilhneigingu til þess á annað borð). En 20 ára einstaklingur er miklu fljótari að átta sig á hve óábyrgt þetta háttarlag er heldur en 17 ára.

Auk þess, hvað hefur 17 ára unglingur að gera með bílpróf? Hann er yfirleitt ekki búinn að stofna fjölskyldu og kominn með börn. Hann þarf yfirleitt að fara í og úr skóla/vinnu. Við höfum ágætis almenningssamgöngur hér á höfuðborgarsvæðinu til þess. Einkabíllinn er alls ekki nauðsynlegur! 

Ólafur Guðmundsson, 23.6.2007 kl. 15:01

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir góð orð og vel útpældar hugleiðingar um þetta mál. Þetta var þannig mál að ég gat ekki þagað og varð aðeins að skrifa um. Þetta er mál sem vonandi vekur einhverja til umhugsunar. Það getur orðið okkar síðasta að gefa í og háskaakstur undir áhrifum eða edrú getur orðið að rússneskri rúllettu upp á líf okkar og annarra. Þetta er dauðans alvara. En takk enn og aftur fyrir hugleiðingarnar við skrifum mínum.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.6.2007 kl. 15:22

10 Smámynd: Sævar Einarsson

Bönn geta haft öfug áhrif og gert meira ógagn heldur en gagn. Það vantar aðstöðu fyrir verklega kennslu og vonandi fara stjórnvöld að veita peningum í þetta í stað þess að ausa peningum í flottræfilsminnismerki.

Sævar Einarsson, 23.6.2007 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband