Tony Blair kveður forystu alþjóðastjórnmálanna

Tony Blair Ég horfði á síðasta blaðamannafund Tony Blair á forsætisráðherraferlinum í nótt í beinni útsendingu frá Brussel. Það er komið að endalokum hjá Blair í forystu alþjóðastjórnmála. Gordon Brown tekur við Verkamannaflokknum á morgun á flokksþingi í Manchester og á miðvikudag segir Blair af sér á fundi með Elísabetu II í Buckingham-höll og keyrir frá þeim fundi sem óbreyttur þingmaður flokksins á leið í langt sumarfrí sennilega. Alls óvíst er reyndar hvort Blair muni áfram gegna þingmennsku.

Margar sögur hafa gengið af fyrsta fundi Elísabetar II og Tony Blair föstudaginn 2. maí 1997 þegar að hann tók við völdum í Bretlandi eftir sögulegan kosningasigur, þann stærsta í sögu Verkamannaflokksins. Þá brotnaði Íhaldsflokkurinn nær í mél og var smár og beygður. Hann var maður allt annarra tíma en hún á alþjóðavettvangi og fulltrúi nýrra tíma, eins og átti eftir að sjást í deilum þeirra bakvið tjöldin eftir dauða Díönu, prinsessu af Wales, í ágúst 1997 þar sem Blair leiddi byltingu fólksins gegn konungsfjölskyldunni sem sat þögul hjá í sorgarferli almennings, þar til að Blair tók völdin og Elísabet II fór til London og ávarpaði þjóð í sorg.

Eins og fyrr segir hafa margar sögur gengið af fundinum í Buckingham-höll. Honum er lýst nákvæmlega í kvikmyndinni The Queen með bravúr að flestra mati, talin raunsönn lýsing á fyrsta fundi þessara fulltrúa gerólíkra tíma í breskri sögu. Tony Blair var fyrsti forsætisráðherrann á valdaferli drottningar sem fæddur var eftir að hún tók við krúnunni árið 1952 og væntanlega mun svo fara að hann verði sá eini, nema að David Cameron verði forsætisráðherra árið 2009, sem hægrimenn eins og ég vona auðvitað mjög, og Elísabet II þá enn á drottningarvakt. Blair-hjónin voru fyrir valdaferilinn miklir andstæðingar gamla valdsins og Cherie Blair átti aldrei erfitt með að stuða drottninguna og valdakjarnann hennar t.d. í kosningabaráttunni 1997 og við eftirmála dauða Díönu prinsessu.

Tony Blair virðist þó hafa lært að virða drottninguna og meta. Það sést vel í kvikmyndinni The Queen. Það sást merkilega vel í aðdraganda útfarar Díönu. Drottningin hefur þó aldrei verið unnandi Blairs og sögusagnir herma að hún hafi talið dagana mjög lengi eftir að losna við Blair. Það komst í pressuna um daginn að drottningin teldi Blair hafa verið misheppnaðan stjórnmálamann og ekki staðið undir væntingum. Það eru orð að sönnu, lítum bara á skoðanakannanir. Það er flestum ljóst að drottningin fagnar því að Gordon Brown taki við völdum. Hann er Skoti, intellectual-týpa og maður hugsjóna. Það væri eflaust gaman að vera fluga á vegg á fundi þeirra á miðvikudag.

Tony Blair talaði af krafti á sínum síðasta blaðamannafundi. Skarð hans verður auðvitað mikið fyrir breska fjölmiðla sérstaklega, enda hafa þeir lengi hossað honum, sérstaklega fyrir Íraksstríðið og sumir allt til endalokanna meira en aðrir. Blair hefur verið maður sviðsljóssins, tilbúinn til að gera allt fyrir spinnið, plottið og myndavélablossana. Athyglin hefur verið honum mikilvæg. Brown er maður annarrar gerðar, hann er mikill hugsuður en um leið meiri pólitíkus á bakvið tjöldin og er mun litlausari sem persóna en hinn litríki Blair sem sjarmeraði Breta fyrir áratug og var lengi vel dálæti þeirra, stolt og yndi. Eða allt þar til að hans glampi hvarf með sprengjublossunum í Bagdad.

Blair hefur verið í vörn allt frá því að hann missti út úr sér í þrengingum að hann myndi ekki fara í fjórðu kosningarnar. Það eru þrjú ár frá þeim dómgreindarskorti sem hefur þurrkað hans glansa upp mun hraðar en eiginlega Íraksmálið, þó eflaust sé það blanda af því öllu sem blasi við þegar að gerðar eru ástæður þess að hann fer hrakinn og veðraður frá völdunum sem Bretar fólu honum með landslide-stórsigri fyrir áratug og var hylltur sem þjóðhetja er hann kom sem forsætisráðherra fyrst í Downingstræti af sínu fólki. Hann verður ekki hylltur við lokin og flestir lykilmenn Brown-kjarnans hafa talið dagana óralengi eftir að hann færi frá völdum.

Nú er komið að því. Það er kaldhæðnislegt að síðasti blaðamannafundurinn, síðasti sviðsljómi þessa sigursæla leiðtoga jafnaðarmanna sem hefur hrakist frá völdum hægt og hljótt á sviptingasömum þrem árum, hafi verið í húsakynnum Evrópusambandsins í Brussel. Margir þeirra sem þar voru hafa fjallað um það eitt mánuðum saman hvenær að hann muni nákvæmlega hætta og hversu lengi hann myndi vera fyrir Gordon Brown þeim Tony og Cherie til mikilla vansa.

Ég hélt reyndar um tíma að hinn svefnlausi Tony Blair myndi vitna á þessari örlagastundu ferils síns til Richards Nixons sem sagði árið 1962 er hann ætlaði sér að hætta í pólitík eftir að hafa tapað ríkisstjóraslag í Kaliforníu og áður forsetakosningunum 1960 fyrir JFK: "You won´t have Nixon to kick around anymore, because, gentlemen, this is my last press conference."

Það gerðist þó ekki. Þess í stað kláraði hann fundinn og sagði lágt er hann gekk frá púltinu og eflaust til að halda beint í háttinn. "Well, then it´s off to bed". Kaldhæðnisleg lokaorð eins valdamesta stjórnmálamanns heims á sínum síðasta blaðamannafundi á fjölmiðlavænum stjórnmálaferli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Svolítið snautlegt, en nú verður gaman að fylgjast með nýjum manni. Flott nýja toppmyndin hjá þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.6.2007 kl. 13:49

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið og góð orð um myndina. Mikilvægt að vera með fallega sumarmynd af Akureyri. Þessi er virkilega vel heppnuð og lýsir vel stemmningunni á heitum júnídegi hér. Yndisleg mynd. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.6.2007 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband