Moggabloggið lokar á Emil Ólafsson

Ég tek eftir því að Moggabloggið hefur lokað á aðgang Emils Ólafssonar hér. Þar stendur nú aðeins að síðu hans hafi verið lokað vegna ítrekaðra brota á skilmálum blog.is. Það kemur mér ekki að óvörum svo sannarlega. Það sást vel í gær að það var að draga mjög til tíðinda í samskiptum Moggabloggsins og þessa Emils. Síðan hans lokaði og sagt var fyrst að það hefði verið að hans frumkvæði. Síðar var opnaði hún þó aftur fyrir dagslok, rétt eins og ekkert hefði í skorist.

Þetta mál opnar margar spurningar um moggabloggið. Það er gott að Mogginn svarar þeim sjálfur með því að sýna að þar er tekið af skarið ef vandamál verða. Ég kvarta ekki yfir því. Ég sá reyndar í gærkvöldi viðtal við þennan Emil í Íslandi í dag. Þar var hann að reyna að svara af hverju hann var á aðgangi í Háskólanum á sínum tíma. Aðgangurinn var falsaður og margt fleira vakti athygli í orðalaginu. Það verður seint sagt að þarna hafi leyndarhjúpurinn minnkað á málum viðkomandi.

Það hefur verið sviptingasamt í bloggsamfélaginu eftir skrif Elíasar Halldórs og eftirleikurinn hefur ekki farið framhjá neinum sem lítur í gegnum bloggkerfið. Þetta hefur verið leiðinlegur tími og sérstaklega ömurlegt með að fylgjast fyrir okkur sem bloggum þarna. Þetta fór yfir öll mörk um helgina og greinilegt að Moggabloggið sjálft tekur af skarið nú endanlega.

Það er í sjálfu sér auðvitað mjög ánægjulegt og ekkert meira um það að segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sammála þér með að Þetta er það sem Mbl bloggið á að gera, og gera meira af, fylgjast með og hreinlega úthýsa því sem alsekki á að vera hér á blogginu.

Þessi Emil hefur bara alveg farið fram hjá mér, rakst á einhverjar klisjur á milli hanns og Svampsins, en fannst það lítið spennandi.

Frábært síða og blogg hjá þér Stefán.

Kveðja.

Sigfús Sigurþórsson., 26.6.2007 kl. 12:46

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞAð er afar fín lína á milli hreinnar þöggunar og eðlilegra athafna ritstjórnar.

Líklega hefur mbl.is farið vel yfir málið, það er háttur Moggans hingaðtil.

Fer nánast alltaf í svolitla vörn, þegar mönnum er úthýst, vegna skoðana þeirra.  Það er eitt skref úr frumskóginum í dýrasafnið, eins og það hét í eina tíð.

Ef menn eru óforskammaðir og setja mál sitt fram með ókurteisi er hugsanlega rétt, að loka á þá EN það er vandmeðfarið og menn verða að vanda sig mjög, sérstaklega nú á tímum ,,rétthugsunar".

Þú þekkir það líklega, að umræður eru oft heftar til að verja eitthvað og þá oftar en ekki, ríkjandi skoðanir.

Var á Landsfundi síðast, hvar menn breyttu fundasköpum í grundvallaratriðum um málfrelsi á ,,stór fundinum" og þeir sem ekki gátu verið í mörgum málefnanefndum, gátu ekki lagt fram tillögur, nema þær sem áður höfðu verið viðraðar í málefnanefndum.  Gert að yfirvarpi ,,hagræðingar" og að ,,málefnalegar umræður" gætu farið fram. 

Allt mjög hættulegt, sérstaklega þeim, sem unna sem opnustum skoðanaskipttum.

Svo mun um marga íhaldsmen og er ég í þeirra hópi

 Munum Málefnin .com

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 26.6.2007 kl. 12:59

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er mjög ánægð yfir því að moggamenn taka á ósómanum, þessi vefur á að vera til ánægju og upplýsinga ekki skítkast og dónaskapar.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 13:21

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég las nokkur komment eftir umræddan Emil á bloggum sem ég rakst inn og það var nóg til þess að það vaknaði ekki áhugi hjá mér að lesa meira eftir hann, svo þessi umræða hefur alveg farið framhjá mér.

Ester Sveinbjarnardóttir, 26.6.2007 kl. 13:35

5 identicon

Ég verð nú að segja að ég gef ekki mikið fyrir aðgangsstjórnun í tölvuverum háskólans ef þar vappa inn þroskaheftir menn og komast í tölvur að því sýnist án nokkurra vandræða.
Þegar ég sá þetta viðtal á stöð2 þá var ég enn meira hissa því það var ekki nokkur vafi á því að þessi drengur átti alls ekki heima í tölvuverinu og þar af leiðandi verð ég að segja að menn þar á bæ ættu að taka starfsferla sína til athugunar

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 15:32

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir góð orð Sigfús.

Góðar hugleiðingar Bjarni. En aðgerða var þörf. Þessi maður fór yfir öll mörk og svo fór sem fór. Styð þeirra aðgerðir heilshugar.

Nákvæmlega Ásdís mín, algjörlega sammála.

Tek undir það, Ester, las ekki þennan mann eftir það sem gerðist um helgina en þá líka ofbauð mér gjörsamlega og sama gilti um fleiri.

Góðar ábendingar DoctorE.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.6.2007 kl. 16:48

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta fór að mestu fram hjá mér en það er bara gott um það að segja að tekið sé á misnotkun her á blogginu, að ekki þrífist hvað sem er hérna.

Marta B Helgadóttir, 26.6.2007 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband