Bloggsíðu lokað - ánægja á Moggablogginu?

Það hefur mikið verið rætt og ritað um lokun bloggsíðu Emils Ólafssonar hér í morgun. Sitt sýnist eflaust hverjum. Mér sýnist vera almenn gleði víðast hvar hér í bloggkerfinu. Það voru ansi margir hér á svæðinu búnir að fá nóg af skrifum þessa manns og það var mjög áberandi farið yfir öll mörk. Það er greinilegt að forsvarsmenn Morgunblaðsins á netinu voru þeirrar skoðunar og þeir gripu inn í. Með þessu eru þeir að senda skýr skilaboð til þeirra sem skrifa. Það er standard á þessu bloggkerfi og fari menn yfir þau mörk sem sett eru er þeim vísað á dyr.

Það er skiljanlegt að þeir hjá blog.is, sem hafa lagt mikla vinnu í þetta vinsælasta bloggkerfi landsins og unnið vel sitt verk vilji halda utan um þennan vettvang og tryggja að hann sé ekki lagður í rúst með mjög áberandi hætti. Þetta verklag í morgun sýnir það og sannar. Þetta vefkerfi er í eigu einkaaðila og þeir leggja mat á þann vettvang sem þeir vilja halda úti og hverjir noti hann. Hér er í raun allt galopið og hver sem er getur farið að skrifa. Það fylgir þó öllu slíku frelsi ábyrgð eins og við höfum séð í þessu máli.

Ég er ánægður með það hvernig haldið er á málum hér og lýsi enn og aftur yfir ánægju minni á stjórnun þeirra sem halda utan um þetta bloggsamfélag. Þetta kerfi á að vera þekkt fyrir eitthvað allt annað en dónaskap og óþarfa skítkast. Það sést vel af ákvörðunum yfirstjórnar þessa bloggkerfis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband