Mun Jón Þór Sturluson aðstoða Björgvin G?

Jón Þór SturlusonKjaftasögurnar segja að Jón Þór Sturluson, hagfræðingur og dósent í Háskólanum í Reykjavík, muni verða aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra. Jón Þór hefur lengi verið í starfi Samfylkingarinnar og var virkur í ungliðastarfinu þar. Jón Þór hefur setið í bankaráði Seðlabanka Íslands frá því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði sig úr bankaráðinu 20. október 2005, daginn sem Davíð Oddsson varð seðlabankastjóri.

Það hafði verið í umræðunni að Björgvin ætlaði sér ekki að sækja efnilega stjórnmálamenn eða trúnaðarmenn úr Suðurkjördæmi til starfa í ráðuneytið sér við hlið heldur manneskju með þekkingu úr þessum geira. Björgvin G. er heimspekingur og veitir eflaust ekki af fólki með fagþekkingu á hagfræði- og viðskiptamálum sér við hlið. Hann hefur viljað setja sig vel inn í málin og hefur þegar rætt við valinkunna viðskiptamenn skilst manni.

Margir þingmenn munu víst hafa brosað út í eitt þegar að Björgvin las Viðskiptablaðið og erlent virt viðskiptarit á fyrsta þingdeginum sem viðskiptaráðherra þann 31. maí sl. í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Þá lyfti hann báðum blöðum hátt upp til þess að allir tækju nú örugglega eftir því að viðskiptaráðherrann á ráðherrabekknum væri nú vel að sér í bissness-kreðsunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband