Mikil viðbrögð vegna dauða hundsins Lúkasar

LúkasÉg hef fengið talsverð viðbrögð vegna skrifa minna um dauða hundsins Lúkasar og umræðan í samfélaginu hefur verið gríðarlega mikil í gær og í dag. Ég man reyndar sjaldan eftir annarri eins hörku og sterkum viðbrögðum lengi. Ég persónulega fékk ótalmarga tölvupósta og komment hér á vefinn eftir skrifin hjá mér. Mér fannst mikilvægt að skrifa um þetta mál, enda ofbauð mér gjörsamlega hvernig komið var fram við hundinn og þetta er auðvitað að öllu leyti hið sorglegasta mál.

Það má vel vera að hundurinn hafi ekki verið persóna eins og ég og þú, en hinsvegar vekur það athygli þegar að lífinu er murkað úr dýri með svo vægðarlausum hætti. Það hefur kallað á sterk viðbrögð. Eins og ég sagði í dag finnst mér það ekki leysa neinn vanda að ætla þeim sem sakaður er um þetta illvirki ills eða reyna að hræða hann eða ætla að berja hann í klessu. Það eykur bara vandann.

Þetta mál verður auðvitað að hafa sinn gang og ég get ekki betur séð en að umræðan hafi vaknað og það er mest um vert. Þegar að ég heyrði fyrst af þessu máli átti ég ekki von á að það hefði svo gríðarleg viðbrögð. Það hlýtur að vera skelfilegt að vera viðkomandi maður þó að ég hafi mun meiri samúð með aðstandendum þess manns í þessu fjölmiðlafári og miðpunkti umfjöllunar úr öllum áttum.

Það er auðvitað vond staða að vera afhjúpaður gjörsamlega í svona máli og eflaust hefur viðkomandi maður upplifað algjöra martröð. Það er mest um vert að lögregla sé með málið í höndum og taki vonandi á því með sínum hætti. Hinsvegar á dómstóll götunnar ekki að hjóla viðkomandi mann niður. Í heildina er þetta allt hið sorglegasta mál og það bætir ekki úr skák fyrir neinum að berja strákinn í spað.

Það skapar aðeins eitt ofbeldi ofan á annað. Það var mikilvægt að þetta mál kæmist í umræðuna og það tókst. Vonandi mun það hafa þó áhrif að hægt verði að jarða hundinn og ljúka málinu með viðunandi hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nákvæmlega það sem ég sagði í dag, þetta verður að fara rétta boðleið, dómstóll götunnar getur ekki tekið á þessu. En hrikalega er þetta sorglegt. Ljótleikinn er svo algjör, maður getur ekki skilið svona sálarleysi, að murka lífið úr saklausum málleysingjanum.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.6.2007 kl. 21:52

2 identicon

Svona hegðun einfaldlega minnkar líkurnar á að viðkomandi komist á rétta braut í lífinu.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 22:05

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sammála Stefán, þó þetta sé óhugnanlegur atburður þá er ofbeldi aldrei lagað með ofbeldi.

Huld S. Ringsted, 29.6.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband