Ótrúlega stórt skip - blíða á Akureyri

Ótrúlega stórt skip á AkureyriÞað var yndislegt veður hérna á Akureyri í dag. Sól og blíða, allt eins og best verður á kosið. Það sem setti þó mestan svip á daginn var skemmtiferðarskipið sem kom til bæjarins í dag, Grand Princess. Ég hef aldrei á ævi minni séð annað eins skip og það var mjög spes að fá sér labbitúr niðureftir Strandgötunni í hádeginu og líta á þetta skip.

Þetta er ótrúlega umfangsmikið og voldugt skip. Það hlýtur að kosta vænar fúlgur að fá sér eina sjóferð um heimsins höf á því. Þetta er stærsta skipið sem hingað til Akureyrar hefur allavega komið og mun koma til landsins í sumar hef ég heyrt. Veit þó ekki hvort þetta sé stærsta skip sem til Reykjavíkur, en ekki yrði ég hissa á því. Held að allir sem hafi séð þennan risavaxna dall í dag hafi orðið gjörsamlega orðlausir.

En í heildina var þetta virkilega góður dagur, sólin setti fallegan svip á daginn. Síðdegis fór ég svo til Hönnu systur. Hún er 39 ára í dag og hún hélt upp á afmælið með fjölskyldukaffiveislu heima. Þar svignuðu borð undan góðum krásum, eins og við er að búast hjá Hönnu minni á svona góðum degi. Það var virkilega gaman að hitta þar ættingja og ræða málin. Innilega til hamingju með daginn elsku Hanna mín!


mbl.is Grand Princess á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband