Fréttaþulur trompast vegna fréttar um París Hilton

Mika Brzezinski Ég held að allt hugsandi fólk sé búið að fá gjörsamlega upp í kok yfir fréttunum af fangapíslinni París Hilton. Fréttaþulurinn Mika Brzezinski er greinilega ein þeirra en hún trompaðist gjörsamlega þegar að lesa átti eina fréttina enn um Hilton í morgunþætti á MSNBC, og það á undan alvörufréttum að hennar mati.

Það er alveg magnað að sjá klippuna þar sem að hún reynir að kveikja í fréttinni en fer síðar með hana í tætarann. Hvað varðar fröken Hilton hefur hún verið dugleg að halda áfram athyglinni á sér eftir að hún slapp úr fangelsi fyrir "góða hegðun" og hefur t.d. farið í viðtal hjá Larry King á CNN. Mómentið þegar að hún slapp úr fangelsi var kostulegt, en þar voru allir fjölmiðlar og eltu hana eins og þjóðhöfðingja. Flestum gleymist vart mómentið þegar að hún var sótt í beinni, meira að segja á vísir.is.

Mika Brzezinski var huguð að gera þetta og þetta vakti allavega mikla athygli. Eftir því sem fréttirnar segja er París núna á Hawaii með dökka hárkollu og stráhatt svo að enginn þekki hana. Ætli að hún sé líka búin að fá leið á athyglinni?

mbl.is Fréttaþulur neitaði að byrja á frétt um París Hilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, það er nú kkomið mál að linni þessum Paris fréttum. Þetta er orðið óttarlegt bull.  En góður pistill eins og alltaf.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.6.2007 kl. 21:59

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir góð orð Ásdís mín. :) Jamm, þetta mál er orðið suddalega þreytt hehe.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.7.2007 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband