Hús springur í Árósum - mjög dularfullt mál

Danska húsið Ég kipptist nú aðeins við þegar að ég sá þessa frétt um húsið í Árósum sem sprakk í nótt, án þess að nokkur viti eiginlega hvað gerðist sem olli því. Það er varla hægt að útiloka að þetta hafi gerst af mannavöldum, fyrst að ljóst er að þetta var ekki gassprenging. Á þessum síðustu og verstu tímum allsstaðar er heldur auðvitað ekki hægt að útiloka að um sé að ræða einhvers konar illskuverk.

Las annars ítarlega frétt um þetta á fréttavef Jyllands-Posten áðan. Þetta mál vekur allavega sýnu meiri athygli þegar að það gerist í rólegu hverfi og eflaust eru allir í sjokki yfir stöðu mála. Það er vonandi að hægt verði að leysa málið allt, en eins og fréttir segja virðist þetta vera að mannavöldum, enda hefur verið allt að því útilokað að um slys hafi verið að ræða.

Það er auðvitað sjokkerandi ef að svo hefur verið að um verk af mannavöldum var að ræða og það í rólegu íbúahverfi í Danmörku, en það er auðvitað ekki hægt að útiloka eitt né neitt.

mbl.is Íslendingur óttasleginn eftir sprengingu í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband