Hver er hún nú aftur þessi Nancy Sinatra?

Frank og Nancy Það er mjög athyglisvert að fylgjast með baráttu söngvarans Geirs Ólafssonar fyrir því að söngkonan Nancy Sinatra komi til Íslands. Mun baráttan hafa tekið á sig svo öfluga mynd að hann er nú sakaður um að hafa fært söngkonunni falsað meðmælabréf frá Geir H. Haarde, forsætisráðherra, en hann hefur neitað því. Mun forseti Íslands hafa lagt inn meðmæli gegn því sennilega að söngkonan fari á fund hans til Bessastaða og drekki með honum kaffi. Varla ætlar hann að taka lagið Somethin´Stupid með henni.

En eflaust spyrja margir sig að því hver hún sé eiginlega þessi Nancy Sinatra. Jú, eins og nafnið gefur til kynna er þetta dóttir Frank Sinatra, sem var auðvitað einn fremsti söngvari 20. aldarinnar og söng fjölda ódauðlegra laga á löngum tónlistarferli. Þau sungu saman hinn fræga dúett á sjöunda áratugnum, Somethin´ Stupid, sem fyrr er nefndur. Það er eflaust frægasta lagið hennar Nancy í sjálfu sér og sá dúett hefur oft verið sunginn síðar, sennilega er útgáfan með Nicole Kidman og Robbie Williams fyrir nokkrum árum þekktust utan þessarar.

Þegar að ég hugsa til Nancy Sinatra dettur mér fyrst í hug tvenn kvikmyndalög. Jú, hún söng titillagið í James Bond-kvikmyndinni You Only Live Twice, sem er með þeim þekktari úr kvikmyndabálkinum og hefur öðlast gott líf í áranna rás. Ennfremur söng hún lagið Bang Bang (My Baby Shot Me Down) en það komst aftur á landakort athyglinnar þegar að Quentin Tarantino valdi lagið sem upphafslag kvikmyndarinnar Kill Bill, Vol. 1, árið 2003. Svo hefur hún sungið These Boots Are Made for Walking, en ætli það sé ekki mjög þekkt líka. Það var notað fyrir nokkrum árum, og var þá vinsælt aftur, í kvikmyndinni The Mexican með Brad Pitt og Juliu Roberts.

Meira man ég ekki eftir með Nancy Sinatra og hef lítið kynnt mér ævi hennar. Það verður fróðlegt að sjá hvort að Geir Ólafs nær að lokka hana til Íslands. Hann virðist hafa lagt mikla vinnu í það verkefni að ná henni hingað og allavega hefur honum tekist að ná athygli landsmanna með þessari umræðu um bréfið falsaða.

mbl.is Geir Ólafs hafnar ásökunum um falsað bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Þú klikkar ekki á'ðí....það er hægt að stóla á þig í þessu sem öðru karlinn minn. Nú er ég öllu nær um hana Nancy litlu Sinatra .

Herdís Sigurjónsdóttir, 3.7.2007 kl. 14:12

2 Smámynd: Helgi Már Barðason

Ég hugsa að Geir Ólafs ýki nokkuð, eins og hans er von og vísa, um stórkostleika Nancýjar, en forvitnilegt væri svo sem að fá kerlu til landsins. Nancy átti nokkra smelli með vini sínum, lagasmiðnum Lee Hazlewood, á sjöunda áratugnum og sungu Helena og Þorvaldur suma þeirra á íslensku (t.d. Sumarást). Svo þagði daman áratugum saman en gaf út disk með nýju efni fyrir nokkrum árum. Áhangendur kættust en aðrir héldu vatni, ef ég man rétt. En hún hefur vissulega gengið í nokkurs konar endurnýjun lífdaga á síðustu árum, blessunin, ekki síst vegna dálætis Tarantinos á henni.

Helgi Már Barðason, 3.7.2007 kl. 16:22

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þetta. Man alltaf hvað mér þótti "These boots" flott lag.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.7.2007 kl. 16:39

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin og góð orð.

Þakka Helga sérstaklega fyrir mjög gott innlegg.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.7.2007 kl. 17:00

5 Smámynd: kaptein ÍSLAND

these boots er geggjað lag ,bara æði

kaptein ÍSLAND, 4.7.2007 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband