Alan Johnston laus úr varðhaldi

Alan Johnston Breska fréttamanninum Alan Johnston var sleppt í nótt úr varðhaldi hópsins Hers Íslams, vígamannaliðs á Gaza-svæðinu, eftir 114 daga vist. Það er mikið gleðiefni að tekist hafi að heimta Johnston úr helju eftir allan þennan tíma. Þegar að þriðja og síðasta myndbandið með honum var birt fyrir tæpum mánuði töldu flestir að tíminn væri að renna út og allar líkur á því að honum yrði sleppt væru að renna út í sandinn. Það fór sem betur fór ekki svo.

Það er greinilegt að Hamas-samtökin léku lykilhlutverk í þessari niðurstöðu og tryggðu öðrum fremur að honum væri sleppt. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, og Fatah-hreyfingin, sem hann leiðir, og hefur verið í harðvítugu valdatafli við Hamas mánuðum saman saka Hamas um að hafa notað Johnston sem leiksopp sinn til að reyna að bæta orðspor sitt á alþjóðavettvangi. Það er erfitt að segja til um það, en millileikur Hamas var allavega þeim mjög til hags, en þeim veitir varla af að bæta stöðu sína utan Palestínu, enda eru þeir litnir hornauga víðsvegar um heim.

Mikilvægast af öllu er þó að Johnston er laus úr varðhaldinu. Hann segist hafa getað hlustað á fréttir að heiman nær alla vistina, þar sem hann hafi getað hlustað á útvarpsfréttir BBC. Hann er reyndar ótrúlega vel á sig kominn, en ég horfði áðan á drjúgan hluta af fréttamannafundi hans í dag. Það verður fróðlegt að sjá hvort að Hamas skorar einhver stig á alþjóðavettvangi með lausn Johnstons.

mbl.is Alan Johnston laus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sá held ég hafi verið frelsinu feginn.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.7.2007 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband