Kristín stýrir framboði Íslands í öryggisráðið

Kristín A. Árnadóttir Það kemur svo sannarlega ekki að óvörum að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hafi ákveðið að ráða Kristínu A. Árnadóttur, frænku mína, til að stýra framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Mikilvægasti hjalli framboðsins er framundan og greinilega er lögð mikil áhersla á að ná sætinu en við tökumst á um sæti í baráttu við Tyrkland og Austurríki.

Ingibjörg Sólrún hefur auðvitað valið Kristínu margoft til starfa á sínum pólitíska vettvangi, en þær hafa verið pólitískir samherjar og miklar vinkonur árum saman. Hún varð fyrsti aðstoðarmaður hennar í Ráðhúsinu er R-listinn tók við völdum fyrir þrettán árum og varð síðar skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar í borgarstjóratíð Ingibjargar Sólrúnar.

Eins og flestum er kunnugt eiga fimmtán ríki sæti í Öryggisráðinu, þar af eru fimm með fast sæti. Þetta mál hefur alla tíð verið umdeilt og hef ég verið frekar andvígur því alla tíð. Sama má segja um Samband ungra sjálfstæðismanna, en við höfum verið ófeimin við að tjá okkur gegn málinu.

Ingibjörg Sólrún er nýkomin frá Afríku, fór þar víða á skömmum tíma. Í og með var það auðvitað fyrst og fremst ferð í formi kosningabaráttu fyrir framboðinu. Stofnað hefur verið til stjórnmálasambands við fjölda þjóða þar og nú er Ingibjörg Sólrún greinilega að fara víða um til að presentera framboðið.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig Ingibjörgu Sólrúnu gangi að halda á þessum málum sem utanríkisráðherra. Hún hefur allavega öfluga og góða konu sér við hlið, enda er valið á Kristínu að mínu mati mjög gott.

mbl.is Kristín stýrir framboði Íslands til öryggisráðs SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Púkinn verður nú reyndar að viðurkenna það að hann skilur ekki hvaða erindi Ísland á í Öryggisráðið, svona miðað við frammistöðu okkar í þeim málum sem skipta máli á sviði þess.

Við höfum verið auðmjúkir leppar Bandaríkjamanna í Íraksmálinu.

Frammistaða okkar í þróunaraðstoðarmálum er til háborinnar skammar.

Við hofum forðast að taka raunverulega afstöðu í deilumálum eins og t.d. málum Palestínumanna.

Hvernig dettur okkur eiginlega í hug að við eigum erindi í Öryggisráðið? 

Púkinn, 5.7.2007 kl. 14:00

2 Smámynd: Dunni

Er dálítið sammála Púkanum.  Ef utanríkistefna stjórnarinnar verður, hér eftir sem hingað til, grundvölluð á trúgrini á boðskapinn frá Bush og félögum væri það óráð að velja Ísland í öryggisráðið.   Þjóð sem ekki getur tekið sjálfstæðar ákvaðranir á nákvæmlega ekkert erindi  í  S. Þ. hvað þá öryggisráð þess.

Hitt er annað mál. Ef metnaður Ingibjargar er meiri, til sjálfstæðrar ákvarðanatöku en fyrirennara hennar síðust 12 árin, gat hún ekki velið betri manneskju en Kristínu Árna til að vinna þjóðinn brautargengi á vettvangi S.Þ. 

Dunni, 5.7.2007 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband