Hætt við á elleftu stundu afreksins

Benedikt Lafleur Það hlýtur að hafa verið skelfilega súrt fyrir Benedikt Lafleur að þurfa að hætta við sundafrekið sitt á elleftu stund, þegar að svo stutt var eftir, og takmarkið handan við hornið. Dáist samt mjög af þessu framtaki hans, sem er heldur betur glæsilegt. Hann átti aðeins eftir um fimm sjómílur skv. þessari frétt, og það er auðvitað grátlega lítið.

Finnst reyndar alltaf merkilegt að heyra fréttir af svona afrekum. Það þarf kraft og kjark til að leggja í svona nokkuð, hvort sem það er sund um heimsins höf, klifur á heimsins tinda eða gönguferð á pólana. Ég hef reyndar aldrei skilið fyllilega í því hvað það er sem keyrir fólk í að reyna að leggja svona afrek á sig, en það hlýtur að vera einhver fítonskraftur. Við sem lifum okkar hversdag og teljumst góð að hafa okkur um það sem þarf að fara, dáumst að þeim sem leggja svona á sig.

Vonandi reynir Benedikt aftur við Ermarsundið. Það hlýtur að vera erfitt að hætta að hugsa um svona nokkuð verandi í þeirri aðstöðu að hafa náð svo langt í að fullkomna verkið.

mbl.is Þurfti að hætta eftir tuttugu tíma sund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dáist að gaurnum, svo tekur hann þessu bara eins og hetja, komst næstum alla leið og bros.  Rétta viðhorfið

Ásdís Sigurðardóttir, 9.7.2007 kl. 18:04

2 Smámynd: Inga Dagný Eydal

Svo er líka hægt að reyna við Eyjafjörðinn næst. Ég myndi pottþétt mæta og hvetja. Þetta er svo langt í burtu þetta Ermasund

Inga Dagný Eydal, 9.7.2007 kl. 18:42

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Þetta er mikið afrek, en vonandi reynir hann við þetta aftur.

Tek heilshugar undir með þér Inga. Hann ætti hiklaust að reyna við Eyjafjörðinn. Virkilega gaman að fá þig í bloggvinahópinn Inga. Bestu kveðjur suður.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.7.2007 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband