Stormasamt samstarf og söguleg endalok

Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar Í gær voru liðnir tveir áratugir frá því að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, núverandi ritstjóra Fréttablaðsins, tók við völdum. Með því varð Þorsteinn einn yngsti forsætisráðherrann í íslenskri stjórnmálasögu, aðeins 39 ára gamall. Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu stjórnina eftir rúmlega tveggja mánaða stjórnarkreppu.

Samstarfið varð stormasamt, einkenndist af fjöldamörgum krísum og átökum bakvið tjöldin sem og í pólitíska sviðsljósinu. Þar reyndi á flokkana þrjá og ekki síður hinn unga forsætisráðherra, sem hafði aðeins verið á þingi í fjögur ár og leitt Sjálfstæðisflokkinn sömuleiðis í fjögur ár. Endalok samstarfsins urðu söguleg með frægum stjórnarslitum í sjónvarpssal á Stöð 2.

Ég fjallaði um stormasama tilveru ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar í ítarlegum pistli í september 2006 og bendi á þau skrif hér með. Þetta er of löng og flókin saga til að rekja í stuttri bloggfærslu og því réttast að líta bara á þennan pistil sem dekkar sögu stjórnarinnar vel.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband