Ætlar Valgerður að klára hálfkveðnu vísurnar?

Valgerður Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrum utanríkisráðherra, tjáði sig í kvöld um ummæli Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, um Rio Tinto, sem er gott og blessað í sjálfu sér. Hinsvegar vekur mikla athygli að Valgerður svarar í engu spurningum um hálfkveðnu vísurnar sem hún kom með fyrripartinn að varðandi Baugsmálið nýlega.

Það virðist vanta eitthvað á að hún klári það sem hún meinti og komi fram með nánari útskýringar í þeim efnum. Mér finnst ekki sæmandi annað af stjórnmálamanni í stöðu Valgerðar Sverrisdóttur en að botna eigin orð og segja hvað henni býr í brjósti. Það er undarlegt hinsvegar að sjá þetta verklag að segja eitthvað og gefa eitt og annað í skyn og leggja svo á flótta til að þurfa ekki að svara fyrir ummælin.

Ef Valgerður útskýrir ekki nánar orðaval sitt fljótlega er freistandi að taka þá afstöðu að þetta séu bara leiktjöld í hágúrkutíð hjá forystumanni flokks sem er í tilvistarkreppu.

mbl.is Valgerður Sverrisdóttir undrast ummæli iðnaðarráðherra um Rio Tinto
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þarf Valgerður eitthvað að skýra orð sín nánar?  Ég veit ekki betur en það sé til heill stafli af ummælum Davíðs Oddssonar núverandi seðlabankastjóra þar sem að hann talar niðrandi um Baugsmenn og sakar þá um alvarlega glæpi s.s. að reyna að múta forsætisráðherra þjóðarinnar í frægu bolludagsviðtali fyrir 4 árum síðan. 

Sigurjón Þórðarson, 13.7.2007 kl. 22:36

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Held nú að Valgerður verði að skýra orð sín.  Hálfkveðin vísa er engin vísa. Þú átt kollgátuna Stebbi, þetta eru bara leiktjöld.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.7.2007 kl. 23:06

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég held að ýmislegt sé til í því sem Valgerður var að segja. En ég er viss um að hún mun ekki skýra þetta nánar eða standa við stóru orðin. Valgerður er stjórnmálamaður sem slær ýmsu fram en stendur við fæst...þannig að ég held að þetta verði aðeins órökstuddur glamrandi eins og oft áður hjá þeirri ágætu konu....því miður.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.7.2007 kl. 09:59

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Sigurjón: Ég veit ekki betur en að fólk út um allt í pólitíska litrófinu og meira að segja frá Baugi og innan Sjálfstæðisflokksins sé að krefja Valgerði um að hún segi meira en það sem hún lét í ljósi. Það var engin frásögn. Viti hún eitthvað meira á hún að segja það. Annars verður þetta bara dæmt sem örvænting stjórnmálamanns sem hefur ekki lengur athygli fjölmiðlanna á sér.

Ásdís: Já, ég er ekki í vafa um það.

Jón Ingi: Fannst þér þetta virkilega fyllilega orðað hjá Valgerði? Ef hún hefur eitthvað til síns máls gæti hún sagt meira frá því sem hún er að segja en ekki lagt á flótta frá því.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.7.2007 kl. 14:11

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Valgerður væri búin að útskýra hvað hún meinti ef hún ætlaði eða gæti það.

Óðinn Þórisson, 14.7.2007 kl. 17:45

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, það tel ég alveg hiklaust Óðinn. Sammála því.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.7.2007 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband