Íslendingur slasast illa vegna sveppanotkunar

Amsterdam Það var frekar sláandi að heyra af því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að nítján ára strákur hefði farið illa í Amsterdam vegna ofskynjunar í kjölfar sveppaneyslu. Hann ristar- og hælbrotnaði á báðum fótum. Lýsingarnar á þessu í fréttunum voru miður fagrar. Fólk fer auðvitað í annan heim og missir allt skynbragð með neyslu sveppa og þeir geta valdið slysum af þessu tagi. Enda voru nokkur dæmi nefnd um svipuð tilfelli á síðustu mánuðum, bara í Amsterdam.

Það eru ein stærstu tíðindin í kjölfarið að erfitt er að koma stráknum heim til landsins, enda dekka tryggingar auðvitað ekki svona slysfarir að neinu leyti. Þær núllast hreinlega bara út. Það er vonandi að það gangi vel að koma honum heim, þó eflaust taki það einhverja daga. Ég skil vel að aðstandendur vilji koma stráknum heim, enda er heilbrigðisþjónusta hér mun betri en erlendis. Framundan eru væntanlega stórar og erfiðar aðgerðir og reyndar óvíst um hversu vel hann nái sér af svo slæmu broti. Það er betra að upplifa slíkt ferli hér heima en í Hollandi býst ég við.

Það er skiljanlegt að ungt fólk á ferðalagi vilji upplifa skemmtun. Það er fastur partur af góðri utanlandsferð að fá sér í glas og skemmta sér vel. Það er þó mjög mikil skammtímasæla að neyta slíkra efna. Það getur illa farið. Það sannast í þessu tilfelli.

mbl.is Stökk út um hótelglugga vegna ofskynjana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Þórey Garðarsdóttir

Sæll Stefán. 

Ég er sammála þér í skrifunum en fipaðist um eina staðhæfinguna:  "...enda heilbrigðisþjónusta mun betri hér heima en erlendis".  Ertu að meina, eins og þú segir í textanum, að honum líði betur hér heima í faðmi fjölskyldunnar eða hitt að heilbrigðisþjónustan sé betri á Íslandi og þá væri gaman að heyra á hverju það er byggt?

Með kveðju,

Hulda Þórey

Hulda Þórey Garðarsdóttir, 13.7.2007 kl. 23:28

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ef tvöfaldur asni dygði nú þá held ég slysin yrði minni.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.7.2007 kl. 23:38

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

KLUKK

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 14.7.2007 kl. 01:08

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Hulda: Ég var fyrst og fremst að meina hið fyrrnefnda. Heilbrigðisþjónustan hér heima er þó auðvitað ekki fullkomin og hér hafa orðið mistök eins og getur alltaf orðið í sjálfu sér. Hinsvegar skil ég vel að ættingjar þessa stráks vilji hann heim og ég vona að hann fái góðan umbúnað.

Ásdís: Nákvæmlega.

Ragnar: Já, þetta er auðvitað hreinn óþverri. Held að það sé skárra að fara í vímu með öðrum hætti en þessum.

Gísli: Takk fyrir klukkið. Kannski ég skrifi eitthvað um það um helgina hér. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.7.2007 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband