Ingibjörg Sólrún heimsækir konu í Sderot

Ingibjörg Sólrún Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins var sýnt frá heimsókn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, til bæjarins Sderot, þar sem 24.000 manns búa, en á hverjum sólarhring skjóta Palestínumenn jafnan tveim flugskeytum á bæinn. Sýnt var frá því er Ingibjörg Sólrún heimsótti heimili konu sem hafði orðið fyrir flugskeyti nýlega.

Konan hágrét á meðan að ráðherrann dvaldi á heimili hennar og var sýnt frá því er hún reyndi að hugga konuna í þrengingum hennar, en börn hennar vilja ekki koma aftur á heimilið. Veruleikinn verður varla raunsannari en með þessum myndum og þessari frétt. Eins og Ingibjörg Sólrún sagði er auðvitað allt annað að fara á vettvang en að lesa um svona fregnir.

Ástandið á þessu svæði er mjög eldfimt. Það sést vel af stöðunni svosem í Palestínu, en í raun eru tvær stjórnir í landinu og tekist á um stöðuna þar. En það var athyglisvert að sjá þetta ástand sem sást í fréttinni, sem sagði meira en mörg orð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Já Árni, vei, gerum bara grín að þessu... þér er vorkunn.

Sveinn Arnarsson, 18.7.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband