Langri bið eftir sögulokum Harry Potter að ljúka

Harry Potter and the Deadly Hallows Innan sólarhrings munu sögulokin í ævintýrasögunni um Harry Potter liggja fyrir með vissu. Sjöunda og síðasta bókin er væntanleg í verslanir og verða þar með ljós örlög Harrys og vina hans, Ron Weasley og Hermione Granger. Það er skondið að vita til þess að meira að segja sé farin að myndast röð fyrir utan Nexus á Hverfisgötu eftir síðustu bókinni. Þrjár sautján ára stelpur ætla að verða fyrstar til að næla sér í eintak. Þær verða að þrauka í 23 tíma ætli þær sér að ná því markmiði. Það er merkilegt að einhver nenni að leggja þá bið á sig.

Ég er einn af þeim sem hef aldrei haft nennu eða áhuga á að lesa þessar Harry Potter-bækur. Reyndi einu sinni að lesa fyrstu bókina, en fannst hún ekki beint spennandi. Kvikmyndaformið heillar mun betur. Ég hef séð allar myndirnar, en nýjasta kvikmyndin, sem er eftir fimmtu bókinni, Harry Potter og Fönixreglan, er nú í bíó. Ég hef reyndar heyrt á fleirum að þeir hafi ekki nennt að lesa bækurnar en þess í stað séð myndirnar og fundist þær skárri. Myndirnar eru auðvitað misjafnar en þær hafa þó verið að dökkna verulega eftir því sem á hefur liðið auðvitað og líður á vist Potters í Hogwarts-skóla.

J.K. Rowling hefur orðið ein auðugasta kona heims af því að skrifa þessa kyngimögnuðu og eftirsóttu sögu. Hún komst á standard við sjálfa Elísabetu II Englandsdrottningu með þessum eftirsótta bókaflokki. Hún mun altént ekki þurfa að hafa áhyggjur af salti í grautinn sinn. Það verður fróðlegt að sjá hversu mjög hún festir endalok sögunnar. Það er sennilega freistandi fyrir hana að halda áfram ef eftirspurn er eftir meiru. En samt, eftir áratug Harrys í sviðsljósinu er ansi líklegt að komið sé að endalokunum og Rowling standi við það. Það eru orðin tíu ár frá útgáfu fyrstu bókarinnar og það eru orðin sex ár frá því að fyrsta myndin var gerð. Enn eru allavega tvö til þrjú ár í að lokahlutinn verði frumsýndur á hvíta tjaldinu.

Vangaveltur hafa verið miklar um endinn. Honum hefur verið skúbbað með fleiri en einum endalokum og óljóst hvernig muni fara. Stærsta spurningin er auðvitað hvort að Harry Potter lifi endirinn af. Það var sagt frá því í fréttum um daginn að Rowling hefði grátið þegar að hún skrifaði endann á sínum tíma. Það verður fróðlegt að sjá hvort að aðdáendur Harrys muni gráta hann um allan heim er lokabindið verður opinbert.

mbl.is Sofið fyrir utan Nexus í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

  • Ron dies.
  • Lupin dies.
  • Percy dies (this death occurs before the wedding, inevitably throwing events into chaos).
  • Voldemort dies.
  • Snape dies.
  •  BELLATRIX KILLS RON!

Jón Steinar Ragnarsson, 20.7.2007 kl. 03:51

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Jón Steinar: Já, þetta verður magnþrunginn endir. Hef verið viss um það alla tíð að Harry verði ekki látinn deyja, til að halda því opnu að eitthvað framhald verði síðar meir. Það hefði verið of niðuþrykkt og sorglegt hefði hann dáið. Þetta verður samt melódramatískur endir.

Ingi: Ég segi bara að ég veit um marga sem hafa frekar viljað sjá myndirnar en lesa bækurnar. Svo veit ég um fólk sem hefur byrjað að lesa en frekar viljað bara sjá myndirnar. Það er allur gangur á þessu. Sjálfur hef ég aðeins lesið hluta af fyrstu bókinni en séð allar myndirnar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.7.2007 kl. 11:23

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já Ingi, þetta er flottur pakki í heildina. Fyrstu myndirnar eru auðvitað barnalegastar en eftir því sem þroski karakteranna verður meiri dökkna auðvitað myndirnar og sú nýjasta er virkilega góð og enn fróðlegra að sjá sjöttu og sjöunda myndina. Hef aldrei verið æstur Potter-aðdáandi en fylgst með þessu svosem alla tíð, allavega séð myndirnar. Þetta er virkilega fínt efni, þó að ég hafi mest áhuga á öðru efni þannig séð. Hvernig myndir ertu mest fyrir?

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.7.2007 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband