Sæmdarmorðin eru mannvonska af verstu sort

Banaz Mahmood Það er alltaf sorglegt að heyra fréttir og umfjöllun um svokölluð sæmdarmorð - morð á ungum konum sem hafa hið eina gert rangt í augum fjölskyldu sinnar að velja sér kærasta sem passar ekki inn í mynstrið, hafa önnur trúarviðmið eða af öðrum kynþætti. Svo er auðvitað til í dæminu að fjölskyldan sé ósátt við ráðahaginn af öðrum ástæðum. Það er reyndar erfitt að sjá hvaða heiður er varinn með slíku drápi, eins ógeðfelld og þau eru að öllu leyti.

Í flestum siðmenntuðum löndum er enginn sómi fólginn í drápum og mannvígum en það finnast önnur viðmið í þeim menningarheimum sem þetta fólk kemur úr. Svona morð hafa átt sér stað á Norðurlöndunum og hafa vakið mikla athygli, en svona verknaður er auðvitað í kastljósi fjölmiðla í siðmenntuðum löndum. Ein þeirra sem féllu í valinn með þessum hætti var Banaz Mahmood, tvítug kona í London, sem kom úr kúrdafjölskyldu. Hún gerðist sek í augum föður síns og bróður að verða ástfanginn af manni sem þeim líkaði ekki við. Réðu þeir mann til að drepa hana.

Lýsingarnar um það hvernig fór fyrir Banaz eru skelfilegar og í raun með ólíkindum að heyra af svona tilfellum, eins ömurleg og þau eru að öllu leyti. Það sem er þó verst í þessu er að hún leitaði margoft hjálpar en ekki var hlustað á neyðarkall hennar, ekki einu sinni þrátt fyrir misheppnaða morðtilraun föður hennar. Maðurinn sem síðar drap hana var á meðal þeirra sem hún benti á að væru sér hættulegir.

Það er ekki geðsleg sjón að sjá í þennan menningarheim, þar sem þetta þykir hreinlega sjálfsagt, allt vegna þess að fjölskyldufaðirinn og aðrir karlmenn fjölskyldunnar fallast ekki á ráðahag kvennanna sem tilheyra fjölskyldunni. En þetta er napur veruleiki og það er auðvitað með ólíkindum að sjá þetta í svo miklu návígi við okkur.

Þetta er auðvitað mannvonska af verstu sort. Svona siðferði er ekki geðslegt. Það er undarlegt ef sæmd fjölskyldu er meiri með því að drepa fjölskyldumeðlim en að sætta sig við lífsvilja og óskir þeirra sem henni tilheyra.

mbl.is Dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir sæmdarmorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, þetta er vægast sagt ógeðfellt. Hafði ekki heyrt öll smáatriðin í þessu máli, en heyrt af mjög mörgum öðrum á síðustu árum, málunum af svipuðu tagi. Þetta er auðvitað hreinn óþverri og skelfilegt af að heyra. Mannvonskan virðist engin mörk sér eiga og það meira að segja innan fjölskyldu af þessu tagi sem þarna sést. Mjög sorglegt.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.7.2007 kl. 15:35

2 Smámynd: Kristófer Sigurðsson

Svo má benda á að þeir nauðguðu henni, sem hluta af þessu "sæmdar"morði.  Ég get ekki séð að það eigi að gagnast neinu öðru en undarlegum hneigðum þessa föðurs og "fjölskylduvinar".  Ekki voru þeir að nauðga úr henni "hinu illa"...

Kristófer Sigurðsson, 20.7.2007 kl. 16:26

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þetta er ein birtingamynd af kynbundu ofbeldi í heiminum, þar sem menn virða ekki einstklingsfrelsi kvenna og barna.

Ester Sveinbjarnardóttir, 20.7.2007 kl. 17:18

4 Smámynd: Svartinaggur

Svona skepnur eiga ekki að njóta neinna réttinda. Réttast væri að dæma svona morðingja til ævilangrar þrælkunarvinnu undir stjórn fangavarða sem væru sadistar og án nokkurra möguleika á náðun.

Svartinaggur, 20.7.2007 kl. 20:15

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin og góðar pælingar um þetta skelfilega mál.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.7.2007 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband