Flokkast það undir mótmæli að hella málningu?

Málning á húsi Athygli Mótmæli Saving Iceland hafa vakið athygli en varla orðið til að styrkja baráttu íslenskra umhverfisverndarsinna. Að minnsta kosti ekki ef það er rétt að Saving Iceland-liðar hafi slett málningu á skrifstofur PR-fyrirtækisins Athygli. Þegar að starfsmenn mættu þar í morgun mætti þeim orðin Iceland is bleeding á hlið hússins og var málning dreifð um allt í kring.

Hafi þeir staðið að verki er ekki nema von að spurt sé: flokkast það undir mótmæli að hella málningu á hús? Er það ekki bara skemmdarverk á eigum fólks? Ég lít svo á og eflaust lítur lagabókstafurinn sömu augum á það. Efast ekki um það. Þetta er svona álíka gáfulegt og þegar að grænlituðu skyri var hellt á ráðstefnugesti í fyrra. Það átti að vera eitthvað voðalegt statement fólgið í þeirri endemis vitleysu.

Annars skil ég ekki þessi "mótmæli". Þau virka mjög heimskuleg. Gott dæmi er það þegar að Snorrabrautin var blokkeruð og svo auðvitað þegar að fólkið mætti í Kringluna. Sá kostulega klippu frá því sem gerðist í Kringlunni og hvet lesendur til að líta á hana.

mbl.is Málningu hellt á skrifstofur Athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Það er vonandi að þetta sé náttúrúvæn málning.

Þessi klippa gefur mér aulahroll. 

Ómar Örn Hauksson, 21.7.2007 kl. 14:43

2 Smámynd: Mummi Guð

Vill þetta fólk að við tökum það alvarlega? ég get enginn veginn tekið þetta alvarlega sérstaklega eftir að hafa horft á þetta blessaða myndband.

Mummi Guð, 21.7.2007 kl. 14:53

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þessir saving iceland meðlimir eru að reyna að eyðileggja innviði samfélagsins koma á upplausn og almennu stjórnleysi. Þetta hefur ekkert að gera með umhverfisvernd. Þetta eru skemmdarvagar og glæpamenn.

Fannar frá Rifi, 21.7.2007 kl. 14:58

4 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Hvílíkt hyski.  Þetta eru stjórnleysingjar sem ættu að finna sér eitthvað þarfara að gera, t.d að vinna.  Sennilega samt til einskis nýtt

Örvar Þór Kristjánsson, 21.7.2007 kl. 15:06

5 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sendi þér bros og hlátur inn í daginn, eigðu góðan dag.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.7.2007 kl. 16:10

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það væri eins og falleg tónlist í mínum eyrum ef þessu fólki yrði vísað úr landi - brýtur lög og reglur og ekkert annað en kostnaður fyrir ríkið að þetta fólk er hér.
Ef þetta eru atvinnumótmælendur þá eigum við ekki að hleypa þeim inn í landið.

Óðinn Þórisson, 21.7.2007 kl. 16:23

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin. Já, þetta eru alveg kostuleg mótmæli, skil ekkert í þessu fólki.

Takk fyrir kveðjuna Ella. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.7.2007 kl. 17:05

8 Smámynd: Haukur Viðar

Ég er ósammála afstöðu þinni í þessu máli Stefán, en verð þó að hrósa þér fyrir að taka ekki þátt í að uppnefna þetta fólk og óska þeim alls ills, eins og margir hafa gerst sekir um hér á Moggablogginu.

Get ímyndað mér að þú hugsir áður en þú bloggar, ólíkt allt of mörgum.

Kv,
Haukur V.

Haukur Viðar, 22.7.2007 kl. 03:13

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég hef alltaf reynt að vera málefnalegur í mínum skrifum Haukur Viðar.

Ég sé enga ástæðu til að ausa ógeðslegum ummælum yfir þetta fólk þó að ég sé ósammála þeim. Er fyrst og fremst ósammála þeim um hvernig túlka skal andstöðu við virkjanir eða stóriðju. Held að þessi framsetning skemmi mjög fyrir þeim, nú eða íslenskum umhverfisverndarsinnum. Það kemur ekkert út úr þessu af viti.

Það skiptir mjög miklu máli þegar að mótmælt er að það sé gert með þeim hætti að skilaboðin sitji eftir, en ekki sem gremja í garð alls fólks. Held að það sé mjög lítill hópur sem finnst þetta markvissar aðgerðir. Það að skemma hluti er ekki til sóma einum né neinum. Sérstaklega var framkonan í Kringlunni til að draga úr því að þau næðu til fólks hér heima.

Annars finnst mér rétt að skrifa um þetta, en þó ég sé ósammála þessu fólki þarf að skrifa um öll mál með eðlilegum hætti. Ég hef alla tíð vandað mig að skrifa. Segi mitt en ég geri það með málefnalegum hætti og án þess að vega beint að fólki með skítkasti sem skilar engum árangri.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.7.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband