Líflaust yfir Ríkissjónvarpinu fyrir norðan

Var að koma heim og ætlaði aldrei þessu vant að stilla á Ríkissjónvarpið og horfa aðeins á það á laugardagskvöldi. Þá blasti við mér ekkert nema korn á sjónvarpsskjánum, alveg steindautt yfir öllu. Hélt fyrst að ríkið hefði gefist upp á að bjóða mér andstæðingi ríkisvæddrar fjölmiðlunar afnot af sér en heyrði svo áðan í vini mínum og hann hafði svipaða sögu að segja. Steindautt yfir ríkissjónvarpinu hérna fyrir norðan semsagt. Sá svo áðan á vef RÚV að sendirinn á Vaðlaheiði hefði lent í einhverri bilun.

Þannig að það fer lítið fyrir ríkisvæddu sjónvarpi hér á þessu laugardagskvöldi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vaðlaheiðavegavinnuverkfærageymsluskúr     vona að þetta lagist fljótlega.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 00:06

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Vonandi lagast þetta svo golfóðir geti séð restina af Opna breska mótinu. :)

Annars er mér svosem sama. Mér finnst Sjónvarpið ekkert hafa verið spes í sumar, frekar dapurt yfir. Stöku mynd hér og þar og stöku þáttur. Horfi annars ekkert mikið á sjónvarpið í heildina. Helst að ég setji gamla og góða eðalmynd í tækið seint á kvöldin. :)

Leitt að ná ekki að hittast í norðurferðinni þinni. Næst þegar að þú kemur skaltu endilega hafa samband við mig bara. Það væri virkilega gaman að fá sér kaffibolla og rabba.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.7.2007 kl. 00:48

3 Smámynd: Jens Guð

  Ég lærði þetta lengsta íslenska orð sem Vaðlaheiðarvegavinnuverkfæraskúrsgeymslulyklakippuhringurinn. 

Jens Guð, 22.7.2007 kl. 00:52

4 Smámynd: Jens Guð

  Sorry,  það var Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúrslyklakippuhringurinn. 

Jens Guð, 22.7.2007 kl. 00:54

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta var ekki vandamál hjá okkur sem erum Adsl væddir í sjónvarpi...annars var þetta bara ágæt dagskrá í gærkveld sem þú misstir af

Jón Ingi Cæsarsson, 22.7.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband