Skelfilegt slys

Það er skelfilegt að heyra fréttir af enn einu slysinu, nú þar sem að hjólreiðamaður verður fyrir bíl. Það er úrslitaatriði við þær aðstæður jafnan hvort hjólreiðamaðurinn hefur hjálm. Það virðist vera sem að hjálmurinn hafi sprungið í slysinu og því hafi höfuðhöggið orðið mjög mikið. Jafnan hefur hjálmurinn mikið að segja um að ekki fari enn verr og veit ég af slysum þar sem það hefur haft allt að segja að hjálmur hafi verið til staðar.

Sjálfur nota ég alltaf hjálm þegar að ég fæ mér hjóltúr og vonandi er það orðið svo að flestir noti hjálm. Lengi vel fannst mörgum það ekki flott að vera með hjálm en ég held að flestir hafi yfirstígið þær hugsanir. Vona það allavega. En þó að hann sé auðvitað notaður til að auka öryggi getur svo farið að hann komi ekki í veg fyrir vonda áverka og virðist þetta vera eitt þeirra tilfella.

Það er alltaf stingandi að heyra fréttir af svona slysförum, enda er leitt að hjálmarnir taki ekki algjörlega höggið sem verður í slysinu. Það er vonandi að sá sem lenti í þessu slysi nái sér að fullu.

mbl.is Ekið á reiðhjólamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Gott að þú notar hjálm þegar þú hjólar Stefán. Hinsvegar er ófremdarástand á þessum málum á Akueyri, því miður nota alltof fáir hjálma og ég eiginlega skil ekki afhverju. Það var átak að fá stelpuna mína til að nota hjálm vegna þess að flestar vinkonur hennar komust upp með að hjóla án þessa öryggisútbúnaðar. Þú færð þetta ástand í æð ef þú rúntar um bæinn á góðviðrisdegi.

Pálmi Gunnarsson, 22.7.2007 kl. 13:19

2 Smámynd: Morten Lange

Sæll Stebbi

Hef lesið mér mjög vel til um hjólreiðahjálma og öryggi hjólreiðamanna undanfarin tvö ár. Og eftir að hafa legið yfir fjölmargar skýrslur um virkni  hjólreiðahjálma, þá get ég ekki verið sammála þessu að hjálmurinn hafi nauðsýnlega hjálpað manninum svo einhverju munar.  Enn síður að hjálmanotkun verðskuldi þann heiðurssess varðandi öryggi hjólreiðamanna sem hann hefur fengið.  

Hefði hann haft motorhjólahjálm, má vera að hjámurinn hefði hjálpað. En þróunin í reiðhjólahjálmum hefur frekar verið í öfuga átt undanfarin 15 ár.  Þeir eru orðnir léttara, með fleiri götum (loftun) og skelið er ekki lengur hart.  Mögulega "grípur" skelið á reiðhjólahjálmum götuna, en ekki á harðskeljahjálmum.

Það sem skiptir máli er að koma í veg fyrir slysin, og þarnæst að stuðla að breytingum sem minnkar líkurnar á  árekstrum á miklum hraða.  Mikill hraði er miklu meri einkennandi fyrir alvarleika slysa en hvort hjálmur sé notaður eður ei. Íslenskur fræðimaður sem starfar í BNA er meðal höfundum að skýrslu sem kemst að þessari skýru niðurstöðu, meðal annars. 

Umræðan um hjólreiðahjálma er feikilega viðáttumikill, en sumt af því sem skiptir máli má lesa um í Wikipedia-greininni um "Bicycle helmet".  Styttri systirgreinar eru til á fleiri tungumálum, þar á meðal á íslensku. 

Út frá Wikipedia-greinunum má finna mjög margvíslegt efni um hjálma. 

Nefni í lokin athugasemd við fréttina á bloggi mínu :

 http://mortenl.blog.is/blog/mortenl/entry/267919

Morten Lange, 22.7.2007 kl. 14:02

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Pálmi: Já, ég hef vissulega tekið eftir þessu. Hef þó verið að vona að þetta væri að lagast, enda er full þörf á að fólk noti hjálm þegar að það fer að hjóla, öryggis síns vegna.

Morten: Mér finnst hjálmanotkun mjög mikilvæg. Það skiptir auðvitað máli að verja höfuðið ef slys verður og keyrt er á hjólreiðamann. Það er allavega mikið öryggisatriði að mínu mati, enda geta meiðslin orðið mikil ef höfuðið verður fyrir hnjaski. Það segir sig bara sjálft. Annars getum við aldrei komið algjörlega í veg fyrir öll meiðsl en það skaðar ekki að nota hjálm.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.7.2007 kl. 14:46

4 Smámynd: Morten Lange

Stebbi,

Það er ekki skrytið að þér finnist  hjálmanotkun mjög mikilvæg.  Mér fannst það líka áður en ég var búinn að eyða hálft ár í að lesa mér til.

Það er búið að telja okkur trú um að hjálmarnir virka svo vel.  Það er svo auðvelt að afgreiða öryggi hjólreiðamanna með því að tala um að hjálmurinn bjargi.  En nútíma hjámar eru mjög efnislitlir og rannsóknir á virkni þeirra og orsaka slysa bendir ekki til að þeir eiga þetta mikla athygli skilið.  Áherslan á hjálmum geri líka það að verki að atriði sem skipta meiri máli gleymast.  

Mæli með bicyclesafe.com í þessu sambandi.

Auðvitað er það hreinn skelfingur ef höfuðið verður fyrir miklu hnjaski. Mun verra en að brjóta útlimi eða jafnvel hryggarsúluna.  En til eru fjölmörg dæmi um menn sem hafa lent í árekstrum með reiðhjólahjálm og dáið af höfuðáverkum. Ekki í öll tilfelli var um mikla hraða að ræða. En hraðinn skiptir samt aðalmálið varðandi alvarleika, svona þegar er horft á heildina. 

Endilega hafðu samband við  lhm@islandia.is  ef þú hefur einlæg áhuga á rökin og rannsóknirnar sem tengjast hjálmaumræðuna eða umferðaröryggi hjólreiðamanna.  Varstu búinn að kíkja á Wikipedia ? 

Ég er annars alls ekki að segja menn að hætta að nota hjálm (bara svo það sé á hreinu) , frekar að öll rökin ættu að koma upp á borði.  Og að sérstaklega skuli horft á hvernig maður fækkar árekstrum og öðrum slysum, frekar en að miða við að slysin  hljóti að verða og það eina sem maur gert er að bregðast við þeim.

Svo getur maður spurt sér : Er einblint á reiðhjólamenn varðandi hjálma frekar en ökumenn og gangandi út frá  heildræna úttekt um fjölda höfuðmeiðsla eða er það aðallega vegna þess að það er einhver tiska í gangi ?  Menn halda kannski að liknarbelgar og annað virka svo vel, jafnvel á 180 km hraða ( árekstur á þjóðveg), að mótorhjólahjálmur ekki mundi breyta neinu ?  Hvað með bílar sem ekki hafa líknarbelg, og hvað með fótgangandi ?  Er einhver gild rök, byggt á vísindalega úttekt  á bak við þessa skekkju ?

Í lokin verð ég að ítreka að alvarleg umferðarslys á hjólreiðamönnum  séu  ekki ykja algeng,  miðað við umferðarslys almennt á landinu, hvort sem um er að ræða gangandi, bílstjorar eða farþegar.  Þar að auki ber að muna að hjólreiðar bæta heilsu svo mikið að þeir sem hjóla daglega hreinlega lifa lengur en þeim sem gera það ekki (Andersen et al, 2000, Archives of Internal Medicine, og fleiri rannsóknir). 

Morten Lange, 22.7.2007 kl. 15:44

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Skv. fréttum bjargaði hjálmurinn væntanlega lífi mannsins í þessu tilfelli. Það er allavega mjög gleðilegt að ekki fór verr.

Það er eflaust hægt að velta þessu fyrir sér endalaust. Sjálfur notaði ég ekki hjálm framan af en byrjaði að gera það fyrir nokkrum árum. Mér finnst mikilvægt að nota hjálm til að auka líkurnar á því að ef maður lendir í slysi að þá verði ekki meiðsl. Það hugsa fleiri eflaust eins. Það má vel vera að notkun þessa hjálms taki ekki allan skellinn en þó ansi mikilvægan.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.7.2007 kl. 01:05

6 Smámynd: Morten Lange

Í gær birtist frétt hér á mbl.is um að löggan lýsi eftir vitni. Af hverju var ekki lýst eftir vitni strax, þegar "allir miðlar" virðist hafa áhuga á  fréttina ?  Ég bara spyr.

Morten Lange, 24.7.2007 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband