Jennifer Aniston slítur vinaböndin

VinirÞað er mikið sjokk fyrir hörðustu aðdáendur sjónvarpsþáttanna Friends að Jennifer Aniston hafi ákveðið að slíta vinaböndin með því að útiloka að leika Rachel Green aftur og koma í veg fyrir endurkomu Vina á hvíta tjaldinu eða í sjónvarpsmynd. Aniston hefur alla tíð verið mest þekkt fyrir þetta hlutverk en ætlar að reyna að leita frægðarinnar á nýjum vettvangi og leika alvarlegri hlutverk. Þetta er svipuð ákvörðun og Kim Cattrall tók er hún neitaði að leika í kvikmyndaútfærslu af Sex and the City, en hún skipti síðar um skoðun.

Friends varð gríðarlega vinsæll sjónvarpsþáttaröð, með þeim vinsælli í sjónvarpssögunni. Rúmlega 50 milljón manns horfðu t.d. á lokaþáttinn þegar að hann var sýndur í Bandaríkjunum 6. maí 2004. Þættirnir um Vini voru alla tíð vinsælir reyndar og það varð aldrei lát á þeim vinsældum allt frá því að fyrsti þátturinn var sýndur þann 22. september 1994. Þættirnir voru á þessum áratug sýndir í um 100 löndum.

Aðalleikararnir: Jennifer Aniston, Courtney Cox Arquette, Lisa Kudrow, Matt Le Blanc, Matthew Perry og David Schwimmer (alltaf kynnt í byrjun hvers þáttar í þessari röð) voru öll nær óþekkt við upphaf sýninga þáttanna. Við leiðarlok minnir mig að þau hafi fengið um eina milljón dollara, um 70-75 milljónir íslenskra króna fyrir hvern þátt. Fylgdist ég með þáttunum um Vini alla tíð og á þættina á DVD. Þetta er einfaldlega sá þáttur sem helst stendur upp úr frá tíunda áratugnum, náði gríðarlegum vinsældum og hafði sterka stöðu.

Það eru því viss vonbrigði að ekki verði framhald á af einhverju tagi, það er ekki hægt að segja annað. En það er svo sannarlega gott að við eigum þó allavega þættina á DVD og getum notið þeirra alla tíð. Nú verður fróðlegt að sjá hvort að Jennifer beygir sig undir það síðar meir að gera framhald á vinasögunni í New York.


mbl.is Ekki meiri Vinir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Seinfeld var alltaf góður, hafði alla tíð mjög gaman af honum. Hiklaust einn allra besti sjónvarpsþáttur síns tíma. Alla tíð metið hann mikils. Samt finnst mér húmorinn í Friends algjörlega frábær og hann er algjörlega tímalaus. Mikil klassík, það er Seinfeld líka, sama mætti eiginlega segja um Everybody Loves Raymond og Frasier ennfremur. Finnst þetta allt sterkar seríur. Hinsvegar finnst mér Cheers langbesti gamanþáttur níunda áratugarins. Gjörsamlega frábærir þættir og magnaðir þættir. Norm var alveg magnaður.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.7.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband