Söguleg vanþekking væntanlegs forsætisráðherra

Yves Leterme Það virðist nær öruggt að Yves Leterme, leiðtogi kristilegra demókrata í Flæmingjalandi, verði næsti forsætisráðherra Belgíu eftir sigur hægriaflanna í þingkosningum í júní. Mitt í önnum erfiðra stjórnarmyndunarviðræðna vekur þó mesta athygli vanþekking Leterme á belgískri sögu. Hann kunni ekki þjóðsönginn né gat sagt hvers vegna 21. júlí er þjóðhátíðardagur Belgíu. Hann gat hinsvegar farið með franska þjóðsönginn og virtist taka hann fyrir þann belgíska.

Það er ljóst að breytingar eru framundan í belgískum stjórnmálum. Ríkisstjórn Guy Verhofstadt, sem mynduð hefur verið af frjálslyndum og sósíalistum undir forsæti hans síðustu átta árin, féll í kosningunum í júnímánuði og hafa viðræður staðið um myndun nýrrar stjórnar undir forsæti Leterme vikum saman. Hefð er fyrir því að viðræður um stjórnarmyndun taki hið minnsta mánuð í Belgíu og hefur Leterme leitt þær viðræður sem afgerandi sigurvegari þingkosninganna. Á meðan hefur fráfarandi stjórn ríkt sem starfsstjórn.

Það hlýtur að teljast veruleg vanþekking að þekkja ekki sögu landsins síns og vera vanbúinn á því að svara lykilspurningum af þessu tagi. Þessi sögulega vanþekking hins væntanlega forsætisráðherra mun þó varla stöðva það að hann taki við völdum af Verhofstadt innan skamms, þó vissulega hljóti þetta að teljast neyðarleg frammistaða á lokastigi stjórnarmyndunar og varla líklegt til að styrkja hann í sessi.

mbl.is Kunni ekki textann og þekkti ekki söguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband