Mótmælendum greitt fyrir handtöku sína

Sagt var frá því í kvöldfréttum Sjónvarpsins fyrir stundu að mótmælendum á vegum Saving Iceland væri greitt fyrir ef þeir væru handteknir af lögreglu. Þetta eru sláandi upplýsingar og virðast taka undir sögusagnir þess efnis að hér séu um atvinnumótmælendur að ræða að stærstum hluta. Þessi mótmæli hafa staðið yfir um nokkuð skeið og það virðist vera gengið mjög langt í þeim og hefur þeim flestum lokið með handtökum. Eins og Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, sagði í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í gær eru þess dæmi að mótmælendur sem handteknir séu nú hafi verið handteknir hér áður við sömu iðju.

Það hefur vakið athygli að mótmælendur á vegum Saving Iceland hafa verið nefndir af sumum aðgerðasinnar. Það er ný túlkun á mótmælenda að mínu mati, og eflaust fleiri. Er það vegna þess að þeir viðhafa ólöglegar aðferðir til mótmæla að þá finnst fólki ekki viðeigandi að kalla þá því nafni? Það er ekki nema von að spurt sé. Aðferðir þessa hóps hafa verið frekar drastískar og þær hafa kallað á handtökur. Það er ekki hægt annað en líta svo á að farið hafi verið yfir strikið með aðgerðunum í Snorrabraut og við álverið í Straumsvík, svo fátt sé nefnt.

En allt fer þetta í nýtt ljós með tíðindum kvöldsins í fréttatíma Sjónvarpsins, þ.e.a.s. að þessu fólki sé greitt fyrir handtökuna og jafnvel fyrir mótmælin almennt. Það væri fróðlegt að vita hverjir greiða það. Þess má geta að níu voru handteknir í mótmælum Saving Iceland við Hellisheiðarvirkjun í morgun.

mbl.is Átta mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

þar kemur þá skýring á orðinu , atvinnumótmælandi. Ég heyrði það fyrst í fyrra.

Ragnheiður , 26.7.2007 kl. 19:44

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hross: Já, þarna liggur skýringin.

Árni: Sjónvarpið leggur ekki upp með þetta sem aðalfrétt nema hafa traustar heimildir fyrir sínum upplýsingum. Það er ekki við því að búast að Saving Iceland-liðar staðfesti þessar upplýsingar. En engu að síður eru þetta sláandi upplýsingar og veitir ekki af að kanna þær betur.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.7.2007 kl. 19:47

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Senda þá alla burt með frímerki á rassgat.... sorry orðavalið en bara burt með þá.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.7.2007 kl. 19:48

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kannski þarna sé komin skýringin á því af hverju einhver móðgaðist inn á minni síðu þegar ég sagði að þetta lið nennti ekki að vinna, þau eru semsagt að vinna eða þannig.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.7.2007 kl. 19:49

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Árni:
Hefurðu einhverjar sannanir fyrir því að frétt Rúv sé röng?

Annars á bara að kalla þetta lið réttu nafni, hryðjuverkamenn.

Hjörtur J. Guðmundsson, 26.7.2007 kl. 22:02

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég vísa því á bug Árni að ég eyði sjálfkrafa öllum kommentum frá þeim sem falla ekki að mínum skoðunum. Það er enginn jákór í kommentunum. Hinsvegar eyði ég að sjálfsögðu almennu skítkasti og leiðindum hér, enda geta þeir sem þannig skrifa bara verið úti. Ég loka á þá sem geta ekki hagað sér almennilega hér.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.7.2007 kl. 17:29

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þú svaraðir Guðmundi með því að taka undir komment hans þar sem hann talar um að þeir á vef savingiceland eyði öllum athugasemdum sem falli ekki að þínum skoðunum og segir að það sama geri ég. Það er enginn jákór hér. Fólki er alveg heimilt að vera ósammála mér. Hinsvegar hef ég enga þolinmæði fyrir skítkasti og leiðindum. Staðan er orðin þannig núna að það er bara opið fyrir komment þeirra sem eru með blogg á þessu kerfi, ég gafst upp á nafnlausum kommentum sem voru skítkast og leiðindi. Ég loka nú endanlega á alla þá sem fara yfir strikið. Það sést fljótt hvort að fólk er að kommenta af alvöru eða vegna hreinna leiðinda í minn garð. Þannig komment eiga ekki rétt á sér hér og það er lokað á þá sem geta ekki haldist almennilegir. Ég myndi fara eins að með heimili mitt, þetta er heimili mitt á netinu og ég vil að það sé allavega málefnalegt spjall sem á sér stað þar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.7.2007 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband