Lyfsölum stillt upp við vegg - hátt lyfjaverð

Apótek Það er ekki fagurt að heyra sögurnar af því hvernig að stóru lyfsölublokkirnar hafa stillt lyfsölum upp við vegg og hótað þeim að því er virðist jafnvel öllu illu ef þeir leggja ekki niður skottið og beygja sig undir ægivald þeirra. Það er liðin sú tíðin að einstaklingar haldi úti lyfsölu, eða er við það að líða undir lok víða. Nú eru þetta bara stórar blokkir sem halda úti þessum rekstri og drottna yfir markaðnum.

Mér finnst lyfjaverð á Íslandi fáránlega hátt. Það vantar verulega samkeppni hér á þessum lyfjamarkaði. Þetta eru örfáar blokkir sem halda verði uppi og keyra hlutina áfram á sínum hraða. Það er allavega fjarri því hægt að halda því fram að öflug samkeppni sé á þessum markaði. Hún er allavega fjarlæg. Það er vissulega ágætis þjónusta í þessum fyrirtækjum sem til staðar eru en verðið mætti vera hagstæðara á lyfjum.

Það hefur mikið verið talað um lyfjaverð á Íslandi. Kastljós var með góðar fréttaskýringar um þessi mál síðasta vetur sem vöktu marga til umhugsunar vonandi. Mér fannst skýringar þeirra sem drottna á markaðnum athyglisverðar þá. Man svo vel eftir viðtali við Pál Pétursson, fyrrum ráðherra, sem mun vera formaður lyfjaverðsnefndar, þar sem að hann talaði um þessi mál og maður var jafn nærri um hvernig ætti að taka á vandanum. Það voru engin svör.

En þetta þarf eitthvað að stokka upp að mínu mati. Lyfjaverð hér heima er einfaldlega alltof hátt.

mbl.is Hótuðu gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Já, þetta er hálfgerð raunasaga, hvernig frjálshyggjuöflunum í l. ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tókst að valtra yfir gamla góða lyfsölukerfið í byrjun síðasta áratugs 20. aldar og það með þegjandi samþykki lyfjafræðingastéttarinnar !

Sighvatur Björgvinsson þáverandi heilbrigðisráðherra var persónulega tengdur einum forsprakka þessarar "byltingar", en hann var og er náskyldur svokallaðri Hagkaups-fjölskyldu. Þannig var nú það og þjóðin stendur uppi með eitt versta lyfsölukerfi í heimi utan Japans, þar sem læknarnir eiga það sjálfir!

Með góðri kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 30.7.2007 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband