Jarðgöng til Vestmannaeyja afskrifuð sem valkostur

Herjólfur Það kemur ekki að óvörum að ríkisstjórnin hafi afskrifað göng til Vestmannaeyja sem valkost. Það varð ljóst eftir skýrslu Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen að sá valkostur væri óraunhæfur og varla á borðinu fyrir alvöru. Það er mikilvægt fyrir Vestmannaeyinga að fá niðurstöðu í þessi mál sem fyrst og ég get ekki séð miðað við niðurstöður skýrslunnar að þessi gangnagerð hafi verið verjandi.

Það er hið eina rétta eins og komið er málum að hefja vinnu við að fjölga sem fyrst ferðum í Herjólf og að Bakkafjöruhöfn verði að veruleika sem fyrst. Þetta eru mikilvæg skref sem skipti máli að tilkynna um samhliða þessari ákvörðun stjórnvalda að göng til Eyja séu ekki lengur á borðinu. Til sögunnar þarf að koma nýr og hraðskreiðari Herjólfur. Það er gott að óvissan sé að baki og ljóst hver staða mála er. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir Eyjamenn að vita hver staðan er og hvaða ákvarðanir liggi fyrir. Það er ómögulegt að fresta ákvarðanatöku lengur en orðið er.

Ég skil vel að Eyjamenn hafi viljað göng milli lands og Eyja. En eins og skýrslan lá fyrir var sá valkostur í raun úr sögunni og heiðarlegast að segja skilið við hann.

mbl.is Engin jarðgöng til Vestmannaeyja en ferðum Herjólfs fjölgað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sammála þessu. Held að Eyjamenn hafi skipst í 3 meginhópa; 1.fylgjendur jarðgangna, 2.hraðskreiðari ferju til Rvíkur, 3.Bakkafjöruframkvæmdir. Nú hafa línur allavega skýrst nokkuð.

Marta B Helgadóttir, 27.7.2007 kl. 18:05

2 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Marta þú ert nú nokkrum áratugum eftir á .. Nú siglir ferjan til Þorlákshafnar ekki Rvk

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 27.7.2007 kl. 18:12

3 Smámynd: Halla Rut

Af hverju byggja þeir ekki þessi jarðgöng sjálfir. Bjóða út verkið og fjármögnunina og rukka svo inn. Ferðamannastraumur yrði rosalegur til eyja jafnt Íslendingar sem og erlendir ferðamenn. Vestmanneyjar myndu geta haft verulegar tekjur af túristanum einum saman. Af hverju á ríkið að vera að spá í þetta? En er það, það sem Vestamannaeyingar vilja.  Við göng mundi bærinn breytast gjörsamlega.

Halla Rut , 27.7.2007 kl. 20:41

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Kostnaðaráætlanir hafa viljandi verið hafðar lágar til að koma "málinu í gegn".
Síðan þegar verkið er hafið þá skiptir litlu þó kostnaðurinn reynist margfalt hærri en áætlunin ekki er hægt að fara hætta í miðju kafi.

Grímur Kjartansson, 27.7.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband