Með lögum skal land byggja

Löggan Það er ekki á hverjum degi sem löggan lendir í þeim aðstæðum að þurfa að verja íslensk lög og lenda í stagli við þann sem tekinn er fyrir of hraðan akstur. Hún er skondin þessi frétt um franska ferðamanninn sem vildi keyra um þjóðvegi landsins með eigin lögmál og hraðatakmarkanir að leiðarljósi en skeytti engu um umferðarlögin.

Það eru vissulega of margir í umferðinni sem fara um með eigin geðþótta og skrifa umferðarlögin jafnóðum og keyrt er. Það eru þó ekki fyrirmyndarökumenn og tekið er á málum þeirra. Sama gerðist með Frakkann sem var ekki beint með það á planinu að fara eftir hinum íslensku umferðarlögum.

Það er athyglisvert ef það er svo að erlendir ferðamenn telja sig geta farið um með eigin hraðamörk í farteskinu og eigin umferðarreglur. En með lögum skal land byggja, var eitt sinn sagt.

mbl.is Franskur ökuþór vísar íslenskum lögum á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mirajiv

Auðvitað fylgir hann sínum lögum, ánægður með kappann.

Mirajiv, 28.7.2007 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband