Banaslys í umferðinni

Minningarkrossinn í Kirkjugarði AkureyrarÞað er sorglegt að heyra af enn einu banaslysinu í umferðinni. Þetta er annað banaslysið á skömmum tíma þar sem ökumaður bifhjóls deyr en nokkrir hafa látist í umferðinni núna í júlímánuði. Það hefur jafnan verið svo að sumarmánuðirnir hafa verið sorglegastir í umferðinni og virðist svo vera enn og aftur nú. Það er sorglegt að heyra svona fregnir.

Mér finnst áberandi hvað umferðarslys þar sem bifhjólafólk deyr hefur aukist undanfarin ár. Það er auðvitað alltaf áhættusamt að stunda bifhjólakeyrslu, en samt sem áður finnst mér áberandi hvað slíkum slysum hefur fjölgað. Þegar að Heiðar Jóhannsson, héðan frá Akureyri, lést í fyrra í bifhjólaslysi var mikið rætt um að taka á slíkum slysum. Síðan hafa nokkrir bifhjólamenn að auki látist í umferðinni.

Dapurleg slys af þessu tagi vekja vonandi alla í umferðinni til umhugsunar. Ég votta aðstandendum innilega samúð mína.


mbl.is Banaslys á Biskupstungnabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já þetta er sorglegt að byrja daginn á að lesa.

Samúðarkveðjur til aðstandenda hans og ferðafélaganna.

Ragnheiður , 29.7.2007 kl. 11:18

2 Smámynd: Halla Rut

Hræðilegt. Mótorhjólum hefur auðvitað fjölgað mikið í umferðinni svo það er auðvitað líka skýring á auknum slysum. Ökumenn annarra ökutækja ættu að hafa í huga að við flest mótorhjólaslys við bifreiðar eru ökumenn bifreiðanna í órétti. 

Halla Rut , 29.7.2007 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband