Hversu gott útsendingarkerfi er Digital Ísland?

Það er athyglisvert að heyra fréttir af bilun á höfuðborgarsvæðinu á Digital Ísland. Sitt sýnist hverjum um það hversu gott kerfi þetta hefur verið. Vissulega eru betri myndgæði á þessu útsendingarkerfi en því gamla en því fylgja líka agnúar. Ég hef tekið eftir því hér fyrir norðan allavega að myndin frýs með reglulegu millibili og er stopp í svona þrjár til fimm sekúndur. Einnig að það getur gerst reglulega að kerfið stoppi.

Það er ekki langt síðan að stór bilun varð hér fyrir norðan í kerfinu. Þá datt allt dæmið út í dágóða stund. Það var verulega hvimleið bilun. Nú dettur kerfið út fyrir sunnan á þeirri stund sem Simpson-fjölskyldan er sýnd á íslensku. Sé að einhverjir voru ekki sáttir og það skiljanlega. Það er gerð góð krafa um að þetta kerfi haldist vel inni og það verður fróðlegt að sjá hver orsök þessarar bilunar hafi eiginlega verið. Virðist mjög dularfullt.

mbl.is Óleyfilegar útsendingar trufla tíðnisvið Digital Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Þetta þarf ekki að vera meira en bilun í einhverju stóru rafmagnsapparati.

En hitt er annað að ég hef notast við ADSL sjónvarpið í nokkurn tíma og núna í seinni tíma hefur það kerfi bara staðið sig vel og ekkert verið um bilanir eftir síðustu uppfærslu á kerfinu.

Að vísu hef ég ekki áhuga á að greiða fyrir að horfa á auglýsingar á Baugsmiðlunum og læt mér hinar, um 60 stöðvar í truflunarlausri útsendingu duga fyrir rúmlega 4000 kall.

Júlíus Sigurþórsson, 28.7.2007 kl. 12:12

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég skilaði digitalin eftir viku, það fraus endalaust. Svo fékk ég mér síma lykill í vetur og tek allt í gegnum ADSL það svínvirkar.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.7.2007 kl. 12:46

3 identicon

Hvað svosem um þetta mál má segja, þá er ég að gefast upp á þessu stöðvar 2 máli. Ég borga fyrir fullann mánuð en af því að sendar eru svo lélegir þá fæ ég ekki allar myndir eins og þær eiga að vera.  Þetta kerfi er að frjósa og stundum sé ég ekki neitt í marga daga. 

Lélegt drasl.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband