Morðinginn sviptir sig lífi á Þingvöllum

Maðurinn sem myrti 35 ára gamlan mann í Reykjavík laust fyrir hádegið í dag svipti sig lífi á Þingvöllum skömmu síðar. Hann fannst látinn í Almannagjá. Skildi hann eftir sig bréf sem staðfesti tengslin. Það er eiginlega með ólíkindum að fylgjast með atburðarás þeirri sem átt hefur sér stað síðustu klukkutímana, allt frá skotárásinni á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar til þeirrar fregnar að morðinginn hefur svipt sig lífi, en það kom fram á blaðamannafundi lögreglu rétt í þessu.

Ég horfði á blaðamannafundinn áðan. Það er svona varla enn að maður trúir atburðum dagsins. Svo skelfilegt er þetta mál að öllu leyti. Lögreglan hefur sagt með afgerandi hætti að morðið tengist ekki undirheimunum. Virðist vera um morð vegna ástarmála að ræða, en ljóst er að fórnarlambið hafi hafið fyrir stuttu ástarsamband við fyrrum eiginkonu árásarmannsins. Þetta er mikill harmleikur. Það er ekki hægt að segja neitt annað.


mbl.is Árásarmaðurinn svipti sig lífi; fannst látinn á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: xena

þetta er bara skelfilegt! því miður er þetta atburður sem er alltof algengur útí hinum stóra heimi, en þegar svona lagað gerist á litla Íslandi að þá verður maður orðlaus.. en við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að Ísland er ekki alltaf ''litla'' Ísland, það er ekki eins ''saklaust'' eins og fyrir einhverjum tíma síðan.. en aðstandendur beggja mannanna fá alla mína samúð

xena, 29.7.2007 kl. 17:29

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er svo hræðilegt. Man eftir samskonar atburð 1991, þá var um yngri menn að ræða en svipaðar aðstærður. Svona sár gróa aldrei. Blessað fólkið sem er aðstandendur, veit bara að ég bið fyrir þeim öllum.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2007 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband