Sviptingar hjá fréttastofu Stöðvar 2

Steingrímur Sævarr Ólafsson Það er óhætt að segja að sviptingar hafi orðið á fréttastofu Stöðvar 2 í dag þegar að Steingrímur Sævarr Ólafsson var ráðinn fréttastjóri og Sigmundur Ernir settur í glænýtt hlutverk forstöðumanns fréttasviðs Stöðvar 2, en samt settur af sem fréttastjóri. Ég verð að viðurkenna að ég átta mig engan veginn á þessari breytingu. Felst í þessu þar með að Sigmundur Ernir er settur undir Steingrím Sævarr eða er það öfugt? Og hví í ósköpunum er settur forstöðumaður yfir fréttasvið sem hefur fréttastjóra.

Mér finnst þetta merkileg ákvörðun í ljósi þess tals að fréttastofan sé á bullandi mínus að búin sé til ný yfirmannsstaða. Hver eru verkaskilin á milli þessara tveggja yfirmanna. Finnst það einhvernveginn vera óljóst þó að starfsheiti Sigmundar ætti að fela í sér yfirmannsstöðu yfir batteríinu að þá hljómar það ekki traustvekjandi. Finnst þetta einhver mjög undarleg flétta. Er verið að reyna að losa sig við Sigmund með penum hætti?

Það eru margar spurningar í stöðunni þarna. Þó virðist þeirri stærstu hafa verið eytt út. Það er um framtíð fréttastofunnar sjálfrar. Halda á greinilega lífinu í henni áfram enda hefur hagur hennar vænkast í áhorfsmælingum og tækifærin eru til staðar. NFS-floppið mikla er enn sjáanlegt og það eru vissulega vandamál. Greinilega á að stokka mál eitthvað upp. Mér fannst reydnar Sigmundur Ernir stýra skipinu ótrúlega vel frá því floppi öllu sem var dauðadæmt frá fyrsta degi eiginlega.

En það væri gaman að fá stutta en skiljanlega skýringu á því hvert hlutverk Sigmundar Ernis er núna. Er það bara að vera sýnilegur á skjánum sem fréttaþulur án þess að vera fréttastjóri? Flestir muna t.d. að Bogi Ágústsson varð forstöðumaður fréttasviðs RÚV fyrir nokkrum árum og Elín Hirst varð fréttastjóri í hans stað. Í hlutafélagavæðingunni var staða Boga lögð niður og hann er nú bara fréttamaður í erlenda pakkanum. Kostuleg örlög. Á kallgreyið virkilega að vera undirmaður Ingólfs Bjarna til sjötugs?

Það verður fróðlegt að sjá hversu lengi Sigmundur Ernir og Denni brosa saman á fréttavaktinni og þeir eru báðir effektívskir fréttastjórnendur í Skaftahlíðinni. Ég held að þetta sé partur af einhverri stærri fléttu. Reyndar er merkilegast af öllu að Denni mun ekki lesa fréttir. Svo er því ósvarað hvort að Denni hætti að vera rödd Íslands í dag og skipper þar samhliða þessu. Margar spurningar enn í Skaftahlíðinni semsagt.

mbl.is Steingrímur Ólafsson nýr fréttastjóri Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst oft ótrúlegur hræringur í gangi hjá þessa blesssaða fólki á St-2, held að það sé doldið af besservssurum á staðnum og oft sé tekist á.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.7.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband