17.8.2007 | 18:34
Nýr þingmaður - styttist í pólitískan átakavetur
Það er um það bil einn og hálfur mánuður þar til að Alþingi kemur saman. Að loknum kosningum í vor tóku 24 nýir þingmenn sæti á Alþingi, þar af höfðu 17 þeirra aldrei fyrr verið þar aðalmenn. Þegar að þing kemur saman í október kemur enn einn nýr þingmaður til starfa í þingsölum. Herdís Þórðardóttir, fiskverkandi á Akranesi og mágkona Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, er orðin alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðvesturkjördæmi eftir andlát Einars Odds Kristjánssonar í síðasta mánuði. Hún hefur aldrei setið á þingi áður.
Herdís er eini kvenþingmaðurinn í Norðvesturkjördæmi eins og frægt er orðið. Það var mjög um það rætt eftir kosningarnar í maímánuði að engin kona náði kjöri í kjördæminu. Af níu varaþingmönnum voru átta þeirra þó konur. Á kvenréttindadaginn afhentu kvenréttindasinnar því fulltrúum stjórnmálaflokkanna í Norðvesturkjördæmi bleika steina til marks um að hlutur kvenna þyrfti að vera meiri. Á Ísafirði tók Einar Oddur Kristjánsson við steininum í kastljósi fjölmiðla, glaður og hress. Innan við mánuði síðar var þessi einn litríkasti þingmaður landsmanna allur, hafði orðið bráðkvaddur á hæsta tindi Vestfjarða um hásumar.
Eins og ég hef svo margoft bent á er mikið skarð fyrir skildi innan Sjálfstæðisflokksins við sviplegt andlát Einars Odds. Hann var Sjálfstæðisflokknum mikilvægur, talaði máli sem allir skildu svo vel, óháð því hvaða stétt þeir tilheyrðu, og var ófeiminn við að fara eigin leiðir í tali og verkum. Hans er sárt saknað og það er svo margt breytt við hans ótímabæra fráfall. Herdís tekur við þingmennsku við erfiðar aðstæður, það er erfitt að taka við þingsæti Einars Odds en hún fær sína eldskírn í verkum og mun vonandi vinna vel fyrir sitt fólk. Herdís er að ég tel kjarnakona og mun vonandi ná að fóta sig vel í störfum á þessum fyrsta þingvetri sínum. Skarð Einars Odds sem lykilmanns í fjölda málaflokkum og hispurslauss viðmælenda á víðum vettvangi mun þó enginn fylla.
Það er að mörgu leyti áhugaverður þingvetur framundan. Þar reynir enn betur á það hvernig að stjórnarandstaðan muni standa sig. Hún er ekki öfundsverð af hlutverki sínu. Hún mælist ekkert svo vel í skoðanakönnunum, VG og Framsókn hafa tapað fylgi skv. þeim frá kosningum og núverandi ríkisstjórn mælist sú vinsælasta til þessa í íslenskri stjórnmálasögu. Styrkur stjórnarflokkanna er svo mikill að þeir þurfa ekki atbeina andstöðunnar til að fá afbrigði við þingmál, semsagt flýta þeim á dagskrá. Þingið er því algjörlega á valdi stjórnarflokkanna. Sem dæmi um styrkinn er að Sjálfstæðisflokkurinn hefur fimm þingsæti umfram alla stjórnarandstöðuna.
En það má búast við að þeir Guðni Ágústsson og Steingrímur J. Sigfússon, leiðtogar stærstu stjórnarandstöðuflokkanna, reyni að verða beittir í vetur í þingsölum. Báðir eru þeir í þeirri stöðu að þurfa að sýna kraft á þessum vetri í veikri stjórnarandstöðu. Ella verður mjög fljótlega efast um mátt þeirra til að leiða flokka sína í þingkosningunum 2011. Flokkar þeirra hafa deilt mjög í gegnum pólitísk verkefni undanfarinna ára og VG vildi alls ekki styðja eða sitja í ríkisstjórn með Framsóknarflokki innanborðs. Nú er það verkefni þeirra að slíðra sverðin og berjast saman í erfiðri stöðu. Það verður fylgst með stöðu þessara leiðtoga sérstaklega í vetur.
Eins og fyrr segir verða 25 nýir þingmenn á Alþingi næsta vetur og flestir þeirra aldrei verið á þingi og hafa því enga þingreynslu nema mögulega sumarþingið stutta í maí og júní. Það verður líka fylgst með því hvernig þau plumma sig í störfum sínum. Þó að línur stjórnmálanna hafi breyst mikið, fornir andstæðingar farnir að vinna saman í stjórn og stjórnarandstöðu og línur fylkinganna hafi breyst gríðarlega eftir þingkosningarnar má búast við spennandi þingvetri, þar sem átök verða mikil milli fylkinga.
Verst er bara hvað þingið hefur seint störf. Þetta er afleitt fyrirkomulag og er löngu kominn tími til að breyta vinnureglum þingsins. Auðvitað á það að koma saman í upphafi septembermánaðar og vinna fram í júní. Ætla að vona að ríkisstjórnin breyti þessu á kjörtímabilinu, helst í vetur eða allavega hefji áberandi vinnu við breytingar, enda úrelt fyrir löngu að þingið byrji verk í október.
Herdís er eini kvenþingmaðurinn í Norðvesturkjördæmi eins og frægt er orðið. Það var mjög um það rætt eftir kosningarnar í maímánuði að engin kona náði kjöri í kjördæminu. Af níu varaþingmönnum voru átta þeirra þó konur. Á kvenréttindadaginn afhentu kvenréttindasinnar því fulltrúum stjórnmálaflokkanna í Norðvesturkjördæmi bleika steina til marks um að hlutur kvenna þyrfti að vera meiri. Á Ísafirði tók Einar Oddur Kristjánsson við steininum í kastljósi fjölmiðla, glaður og hress. Innan við mánuði síðar var þessi einn litríkasti þingmaður landsmanna allur, hafði orðið bráðkvaddur á hæsta tindi Vestfjarða um hásumar.
Eins og ég hef svo margoft bent á er mikið skarð fyrir skildi innan Sjálfstæðisflokksins við sviplegt andlát Einars Odds. Hann var Sjálfstæðisflokknum mikilvægur, talaði máli sem allir skildu svo vel, óháð því hvaða stétt þeir tilheyrðu, og var ófeiminn við að fara eigin leiðir í tali og verkum. Hans er sárt saknað og það er svo margt breytt við hans ótímabæra fráfall. Herdís tekur við þingmennsku við erfiðar aðstæður, það er erfitt að taka við þingsæti Einars Odds en hún fær sína eldskírn í verkum og mun vonandi vinna vel fyrir sitt fólk. Herdís er að ég tel kjarnakona og mun vonandi ná að fóta sig vel í störfum á þessum fyrsta þingvetri sínum. Skarð Einars Odds sem lykilmanns í fjölda málaflokkum og hispurslauss viðmælenda á víðum vettvangi mun þó enginn fylla.
Það er að mörgu leyti áhugaverður þingvetur framundan. Þar reynir enn betur á það hvernig að stjórnarandstaðan muni standa sig. Hún er ekki öfundsverð af hlutverki sínu. Hún mælist ekkert svo vel í skoðanakönnunum, VG og Framsókn hafa tapað fylgi skv. þeim frá kosningum og núverandi ríkisstjórn mælist sú vinsælasta til þessa í íslenskri stjórnmálasögu. Styrkur stjórnarflokkanna er svo mikill að þeir þurfa ekki atbeina andstöðunnar til að fá afbrigði við þingmál, semsagt flýta þeim á dagskrá. Þingið er því algjörlega á valdi stjórnarflokkanna. Sem dæmi um styrkinn er að Sjálfstæðisflokkurinn hefur fimm þingsæti umfram alla stjórnarandstöðuna.
En það má búast við að þeir Guðni Ágústsson og Steingrímur J. Sigfússon, leiðtogar stærstu stjórnarandstöðuflokkanna, reyni að verða beittir í vetur í þingsölum. Báðir eru þeir í þeirri stöðu að þurfa að sýna kraft á þessum vetri í veikri stjórnarandstöðu. Ella verður mjög fljótlega efast um mátt þeirra til að leiða flokka sína í þingkosningunum 2011. Flokkar þeirra hafa deilt mjög í gegnum pólitísk verkefni undanfarinna ára og VG vildi alls ekki styðja eða sitja í ríkisstjórn með Framsóknarflokki innanborðs. Nú er það verkefni þeirra að slíðra sverðin og berjast saman í erfiðri stöðu. Það verður fylgst með stöðu þessara leiðtoga sérstaklega í vetur.
Eins og fyrr segir verða 25 nýir þingmenn á Alþingi næsta vetur og flestir þeirra aldrei verið á þingi og hafa því enga þingreynslu nema mögulega sumarþingið stutta í maí og júní. Það verður líka fylgst með því hvernig þau plumma sig í störfum sínum. Þó að línur stjórnmálanna hafi breyst mikið, fornir andstæðingar farnir að vinna saman í stjórn og stjórnarandstöðu og línur fylkinganna hafi breyst gríðarlega eftir þingkosningarnar má búast við spennandi þingvetri, þar sem átök verða mikil milli fylkinga.
Verst er bara hvað þingið hefur seint störf. Þetta er afleitt fyrirkomulag og er löngu kominn tími til að breyta vinnureglum þingsins. Auðvitað á það að koma saman í upphafi septembermánaðar og vinna fram í júní. Ætla að vona að ríkisstjórnin breyti þessu á kjörtímabilinu, helst í vetur eða allavega hefji áberandi vinnu við breytingar, enda úrelt fyrir löngu að þingið byrji verk í október.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.9.2007 kl. 13:42 | Facebook
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.8.2007 kl. 20:59
Takk fyrir kveðjuna. :)
Stefán Friðrik Stefánsson, 20.8.2007 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.