Glæsilegir afmælistónleikar á Laugardalsvelli

Kaupþing Það er ekki hægt að segja annað en að afmælistónleikar Kaupþings sem nú standa yfir á Laugardalsvelli séu stórglæsilegir. Þarna er svo sannarlega saman komið gott úrval af bestu tónlistarmönnum þjóðarinnar og skemmta þjóðinni. Stefnir í virkilega tónlistarveislu. Þetta hlýtur að teljast með glæsilegustu tónleikum hérlendis til þessa og stórviðburður í tónlistarlífi landsins.

Það var mikið talað um það fyrir tónleikana hvort að það væri rétt af Kaupþingi að halda upp á afmælið með tónleikum. Mér finnst þetta mjög vel til fundið hjá Kaupþingi. Landsmenn allir njóta þessara tónleika. Þeir sem ekki komast á Laugardalsvöll geta kveikt á Sjónvarpinu og notið. Þetta ætti að verða frábært kvöld fyrir alla sem meta tónlist mikils.

Skilst reyndar að fólksfjöldamet á Laugardalsvelli sé fallið og þar séu rúmlega 30.000 manns staddir. Glæsilegt það svo sannarlega!

mbl.is Undirbúningur Kaupþingstónleika í fullum gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Sammála þér Stefán að þetta eru glæsilegir tónleikar sem sýna að Íslendingar eiga frábært tónlistarfólk á heimsmælikvarða. Hins vegar hefði ég frekar kosið að Kaupþing hefði gefið þjóðinni þá afmælisgjöf að lækka þann himinháa bankakostnað sem okkur er boðið upp á í skjóli fákeppni á bankamarkaði. Það hefði verið verðug afmælisgjöf til þorra almennings í landinu.

Jón Baldur Lorange, 17.8.2007 kl. 21:52

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, þetta er algjört dúndur, segir maður bara. Frábærir tónleikar.

En Kaupþing hefði átt að horfa betur til kúnnanna líka að mörgu leyti, en þetta eru tónleikar sem verða lengi í minningunni tel ég.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.8.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband