FH-ingar verjast naumlega ósigri gegn HK

TryggviÞað er óhætt að segja að tæpt hafi staðið hjá FH-ingum í kvöld þegar að þeir mættu nýliðum HK í úrvalsdeildinni í leik í Kópavogi. Undir lokin vofði ósigur yfir Íslandsmeisturunum en Tryggvi Guðmundsson bjargaði þeim á uppbótartíma með því að jafna metin. Það hlýtur að vera gremja hjá Hafnfirðingum með leikinn, bæði að munurinn minnki á toppi deildarinnar og eins yfir því að þeir hafi staðið svo nærri ósigri í Kópavogi. HK lagði KR-inga fyrr í sumar á heimavelli. Þessi úrslit vekja varla síður athygli.

Fyrirfram taldi ég hreint út sagt að það yrði HK sem myndi falla lóðbeint niður aftur, í flýti litið á liðin. En það er enginn fallbragur á Kópavogsmönnum eftir þennan leik sýnist manni og þeir hafa væntanlega verið farnir að telja undir lokin að meistararnir yrðu teknir í gegn. Það hefði svo sannarlega verið saga til næsta bæjar hefði maður haldið. En svo fór ekki. Heilt yfir sýnir þetta vel að enginn leikur er sigraður fyrr en hann er búinn og líka að jafnvel er ekkert öruggt fyrir meistara.

Get ekki betur séð en að spenna sé á botni og toppi deildarinnar. KR og Fram berjast á botninum eins og er og á toppinum lifnar yfir vegna úrslita kvöldsins. Valur er enn í slagnum um meistaratitilinn og ekkert öruggt enn. Það er vonandi að þessi spenna haldist lengur og alvöru barátta verði um fallsætið og ekki síður auðvitað bikarinn sjálfan.


mbl.is Tryggvi tryggði FH stig gegn nýliðum HK
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband