Nýtt líf á Miðnesheiði - fær ekki íbúð vegna aldurs

Nú tæpu ári eftir að bandaríski herinn yfirgaf herstöðina á Miðnesheiði hefur samfélagið þar öðlast nýtt hlutverk. Þar sem áður voru vistarverur bandarískra hermanna í Íslandsdvöl eru nú stúdentaíbúðir námsmanna hjá Keili og á höfuðborgarsvæðinu, sem keyra til náms í borgina. Á einhverjum tímapunkti hefði þetta þótt saga til næsta bæjar en það er svo sannarlega áhugavert að sjá þessa umbreytingu á svæðinu á Miðnesheiði sem orðið hefur. Það er ánægjulegt að fylgjast með þeim krafti sem hefur einkennt uppbygginguna á svæðinu að undanförnu, þar sem horft er til nýrra verkefna. Og svæðið hefur öðlast nýtt líf.

Ég fór sumarið 2006 á herstöðvarsvæðið. Þetta var nokkrum mánuðum áður en síðustu hermennirnir fóru. Var þetta í eina skiptið sem ég kom þangað. Fannst mér vissulega leitt að koma svo seint til að sjá svæðið, en þá minnti íbúðahverfið einna helst á draugabæ. Sárafáir voru á ferð þar um og húsin voru að mestu yfirgefin og mannlaus. Þetta var ógleymanleg sjón og skemmtileg heimsókn að mjög mörgu leyti. Það sem kom mér mest á óvart við að fara þarna var að sjá hversu umfangsmikið svæðið var í raun og veru. Þarna blöstu tækifærin við er kom að breyttum aðstæðum og þau tækifæri voru svo sannarlega nýtt.

Hef ég heyrt um fólk, og þekki suma þeirra líka, sem stundar nám í Reykjavík sem hefur ákveðið að búa á þessu svæði. Það hlýtur að vera sérstök tilfinning að búa þarna. Þetta er skemmtilegt tækifæri og eðlilegt að ungt fólk sækist eftir því að vera þarna. Þeir hjá Keili hafa byggt menntastofnun þar upp á skömmum tíma og tækifærin blómstra. Það kemur mjög að óvörum að heyra að sextán ára stelpa sem hafði talið sig hafa gengið frá leigusamningi á íbúð hjá Keili hafi ekki fengið hana á grundvelli þess að hún er sextán ára.

Skil ég ekki þessi aldursmörk sem nefnd eru, enda taldi ég að þarna væri fyrst og fremst spurt um hvort að fólk vildi stunda nám og vera duglegt í því. Annað myndi varla skipta máli, einkum í ljósi að gerður hafði verið samningur. Þetta vekur spurningar um þessi mörk og hvort þau séu rétt. Í þessu máli hljóta gerðir samningar að standa. Annað er óskiljanlegt.

Annars vona ég að þeir sem hafa nú flutt í samfélagið á Miðnesheiði líði vel þar og fagna því að þetta svæði hafi fengið nýtt hlutverk.

mbl.is Fær ekki stúdentaíbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband